Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1014. fundur 23. apríl 2018 kl. 08:05 - 08:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokks, leggur til við bæjarráð að frestur til niðurfellingar gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis, sem samþykktur var á 398. fundi bæjarstjórnar, verði framlengdur til 1. september nk.
Bæjarráð vísar tillögunni til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Móttaka kvótaflóttamanna á árinu 2018. - 2017120027

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2018, vegna móttöku flóttamanna. Viðaukinn var tekinn fyrir á 427. fundi velferðarnefndar 17. apríl sl., og vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarstjórn.

3.Díoxínmengun - bótakröfur - 2011040059

Kynntur tölvupóstur Andra Árnasonar, hrl., dagsettur 13. apríl sl., vegna dómsmáls Steingríms Jónssonar, Efri Engidal, gegn Ísafjarðarbæ og ríkinu vegna meints fjártjóns vegna mengunar frá Funa á sínum tíma.
Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. - 2018010007

Lögð fram stefna Orkubús Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ og AB-fasteignum, vegna vatnsréttinda í Úlfsá í Dagverðardal, Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

5.63. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2018040051

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 13. apríl sl., þar sem boðað er til 63. Fjórðungsþings Vestfirðinga, þann 2. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

6.Ráðstefna um samspil umhverfisverndar og þróun byggðar - 2018040052

Lagður fram tölvupóstur Ólafs Haukssonar, f.h. Hrífanda - félags um náttúrumenningu, dagsettur 16. apríl sl., þar sem athygli er vakin á ráðstefnunni „Verndarsvæði og þróun byggðar“ sem haldin verður 27. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097

Lagður er fram tölvupóstur Elínar Smáradóttur, f.h. Þjóðleikhússins, dags. 18. apríl sl. ásamt bréfi Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, dags. 17. apríl sl., varðandi ferð Þjóðleikhússins um landið með sýningar fyrir börn. Óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að sýningu haustið 2018.
Bæjarráð felur bæjarritara að kanna hvernig hægt sé að koma til móts við Þjóðleikhúsið vegna sýningarinnar.

8.Skákfélagið Hrókurinn - styrkbeiðni vegna afmælis félagsins - 2018040060

Lagt fram bréf Hrafns Jökulssonar, f.h. skákfélagsins Hróksins, dagsett 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna heimsókna félagsins til allra sveitarfélaga á landinu í tilefni 20 ára afmælis félagsins.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

9.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lagður fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 20. apríl sl. Meðfylgjandi er ný útgáfa af frumvarpi til laga um persónuvernd, með athugasemdum við einstaka ákvæði.
Lagt fram til kynningar.

10.Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Bæjarráð vísar beiðninni til umsagnar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

11.Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálanefnd.

12.Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 20 apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 ? 2024, 480. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Bæjarráð vísar beiðninni til umsagnar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

13.Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Bæjarráð vísar beiðninni til umhverfis- og framkvæmdanefnd.

14.Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lögð fram fundargerð hverfisráðs Súgandafjarðar frá 11. apríl sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Velferðarnefnd - 427 - 1804011F

Fundargerð 427. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 17. apríl sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 157 - 1804012F

Fundargerð 157. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 18. apríl sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?