Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Keðjuábyrgð verkkaupa og aðalverktaka. - 2018020015
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 5. febrúar 2018, þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær setji ákvæði um keðjuábyrgð aðalverktaka í alla innlenda verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.
Einnig lagt fram minnisblað Juris slf., lögfræðistofu, dagsett 9. febrúar sl. með lögfræðiáliti um heimild Ísafjarðarbæjar til að fara fram á keðjuábyrgð.
Einnig lagt fram minnisblað Juris slf., lögfræðistofu, dagsett 9. febrúar sl. með lögfræðiáliti um heimild Ísafjarðarbæjar til að fara fram á keðjuábyrgð.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera tillögu að ákvæði um keðjuábyrgð sem sett skal í alla innlenda samninga Ísafjarðarbæjar þ.e. verk-, vörukaupa- og þjónustusamninga.
2.Göngustígar 2018 - 2018010003
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 9. febrúar 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. um verkfræðihönnun, útboð og eftirlit vegna göngustígaframkvæmda 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. um verkfræðihönnun, útboð og eftirlit vegna göngustígaframkvæmda 2018.
3.Skólamál á Flateyri - 2016110039
Lagður fram tölvupóstur Kristrúnar Lindar Birgisdóttur, dagsettur 6. febrúar sl., ásamt fundargerð starfshóps um framtíðarskipan skólamála frá 24. janúar sl. Starfshópurinn óskar eftir heimild bæjarstjórnar til að starfa til 30. júní nk., til að geta lokið viðfangsefnum sínum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að framlengja störf nefndarinnar til 30. júní n.k.
4.Uppsögn samstarfssamnings um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri - 2017090089
Lagt fram sameiginlegt bréf formanna Rauðakrossdeildar Önundarfjarðar, Íbúasamtaka Önundarfjarðar og Minjasjóðs Önundarfjarðar, dagsett 2. febrúar sl., varðandi málefni Félags- og menningarmiðstöðvarinnar að Hafnarstræti 11 á Flateyri. Bréfið varðar fjárhagsmál miðstöðvarinnar og athugasemda við fundarboðun, auk athugasemda við bréf sem Félag eldri borgara í Önundarfirði sendi Ísafjarðarbæ þar sem sagt var einhliða upp samstarfssamningi sem fimm aðilar eiga hlut að.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar erindinu til velferðarnefndar.
5.Fyrirspurn um sorphirðu og - förgun og rekstur salerna við Tjöruhúsið á árinu 2017 - 2018020035
Lagður fram tölvupóstur Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dagsettur 7. febrúar sl., með eftirfarandi fyrirspurn:
Bar bæjarsjóður kostnað við sorphirðu/-förgun vegna Tjöruhússins á árinu 2017, og þá hve mikinn?
Bar bæjarsjóður kostnað við rekstur á salernum vegna Tjöruhússins á árinu 2017, og þá hve mikinn?
Jafnframt lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar með svörum við fyrirspurn Jónasar.
Bar bæjarsjóður kostnað við sorphirðu/-förgun vegna Tjöruhússins á árinu 2017, og þá hve mikinn?
Bar bæjarsjóður kostnað við rekstur á salernum vegna Tjöruhússins á árinu 2017, og þá hve mikinn?
Jafnframt lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar með svörum við fyrirspurn Jónasar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur Brynjari Þór Jónassyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að endurskoða leigusamninginn við Tjöruhúsið.
6.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126
Lagður fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 7. febrúar sl., með ýmsum upplýsingum er varða innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar.
Lagt fram til kynningar.
7.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 2018020033
Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 5. febrúar sl., þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins frá 26. janúar sl., og viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur formanni bæjarráðs að gera tillögu til bæjarstjórnar að ákvæði um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar þingsályktuninni til velferðarnefndar.
9.N1 eldsneytisafgreiðsla á Suðureyri - 2018020044
Lagður er fram tölvupóstur Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, frá 8. febrúar sl.
Nauðsynlegt er að eldsneytisafgreiðsla verði áfram á Suðureyri þar sem um grunnþjónustu er að ræða er varðar öryggi íbúa. Einnig er vert að benda á að vaxandi umsvif eru á Suðureyri sem treysta á þessa þjónustu. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að setja sig í samband við forstjóra N1.
10.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072
Á 493 fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. febrúar sl. var eftirfarandi erindi tekið fyrir.
Lagt fram bréf Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagstofnunar, dagsett 24. janúar sl., ásamt tilkynningu um allt að 700 tonna eldi á þorski og regnbogasilungi Hábrúnar í Skutulsfirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1003. fundi sínum 29. janúar sl. og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi: Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Hábrúnar. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsla á 700 tonnum á vegum Hábrúnar, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf m.t.t. minni mengunar. Fóðurnotkun minnkar úr 1600 tonnum í 840 tonn, í sama hlutfalli minnka önnur efni s.s. nitur, fosfór og kolefni. Fóðurstuðull regnbogasilungs er 1.2 kg. fyrir hvert kg af fiski í eldi, fyrir þorsk er fóðurstuðull 4 kg af fóðri fyrir hvert kg af fiski, þannig að hlutfallstölur varðandi magn úrgangsefna og næringarefna sem berast frá eldi lækka töluvert. Miðað við uppgefnar forsendur er ekki talið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Skutulsfirði. Nefndin gerir ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar.
Lagt fram bréf Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagstofnunar, dagsett 24. janúar sl., ásamt tilkynningu um allt að 700 tonna eldi á þorski og regnbogasilungi Hábrúnar í Skutulsfirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1003. fundi sínum 29. janúar sl. og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi: Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Hábrúnar. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsla á 700 tonnum á vegum Hábrúnar, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Líta verður á að umskipti úr þorskeldi yfir í regnbogasilung hafi mildari áhrif á botndýralíf m.t.t. minni mengunar. Fóðurnotkun minnkar úr 1600 tonnum í 840 tonn, í sama hlutfalli minnka önnur efni s.s. nitur, fosfór og kolefni. Fóðurstuðull regnbogasilungs er 1.2 kg. fyrir hvert kg af fiski í eldi, fyrir þorsk er fóðurstuðull 4 kg af fóðri fyrir hvert kg af fiski, þannig að hlutfallstölur varðandi magn úrgangsefna og næringarefna sem berast frá eldi lækka töluvert. Miðað við uppgefnar forsendur er ekki talið að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Skutulsfirði. Nefndin gerir ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar umsögninni til bæjarstjórnar.
11.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - 2018020038
Lögð fram fundargerð 107. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 29. janúar sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 493 - 1801025F
Fundargerð 493. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. febrúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 493 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 493 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila 3X-Technology að hefja deiliskipulagsvinnu við Sindragötu 5-7
Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi við afgreiðslu.
13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60 - 1801023F
Fundargerð 60. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 6. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Öldungaráð - 8 - 1802005F
Fundargerð 8. fundar öldungaráðs sem haldinn var 7. febrúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:08.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?