Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
992. fundur 23. október 2017 kl. 08:05 - 08:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Á 991. fundi bæjarráðs, 16. október sl., var kynnt er minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 13. október sl., þar sem gerð var grein fyrir tilboði Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í íbúakönnun vegna Sundhallarinnar 2017.
Málinu var vísað áfram til næsta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma íbúakönnun í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarstjóra er falið að leggja fram drög að viðauka vegna málsins.

2.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 20. október sl., með svörum við spurningum Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa, varðandi hönnunarsamkeppni um endurbætur á Sundhöll Ísafjarðar. Fyrirspurnin var tekin fyrir á 991. fundi bæjarráðs, 16. október sl. en eru nú lögð fram ítarlegri svör.
Lagt fram til kynningar.

3.Útkomuspá Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017090060

Lögð er fram útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2017. Lagt er til að útkomuspánni verði skilað inn til innanríkisráðuneytisins.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins og fer yfir útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2017.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:18

4.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Mál sett á dagskrá að beiðni Daníels Jakobssonar, bæjarfulltrúa.
Umræður voru um útboð vegna sorpmála 2018.

5.Ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. - 2016040007

Lagður er fram tölvupóstur Kristínar Mörthu Hákonardóttur, dags. 18. október sl., þar sem tilkynntar eru jarðtæknirannsóknir vegna hugsanlegs garðstæðis snjóflóðavarna ofan byggðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Kosningar til Alþingis 2017 - 2017090077

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. október sl.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að haldinn verði aukafundur í bæjarstjórn fimmtudaginn 26. október n.k. kl. 12:45 vegna samningar kjörskrár og kosningar undirkjörstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kjörskrá og kosningu undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga 2017 á aukafundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 26. október n.k. kl. 12:45.

7.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Trúnaðarmál ritað í trúnaðarmálabók.
Fundarbókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 08:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?