Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Landsfundur jafnréttismála 2017 - 2017080001
Lagður er fram tölvupóstur Bergljótar Þrastardóttur, sérfræðings hjá Jafnréttisstofu, frá 4. ágúst sl., vegna landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem fer fram í Stykkishólmi 15. september n.k.
Lagt fram til kynningar.
2.Bæjarstjórnarfundir 2017 - 2017050135
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. júní sl., með tillögum að fundartímum bæjarstjórnar veturinn 2017-2018.
Bæjarráð vísar tillögunum að fundartímum bæjarstjórnar til bæjarstjórnar.
3.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006
Lagður fram tölvupóstur Soffíu Karenar Magnúsdóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 14. júlí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðabæjar í samræmi við 7. gr. laga um fiskeldi, nr. 71/2008, vegna umsóknar Arctic Sea Farm hf. um aukna framleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði.
Bæjarráð felur skipulags- og mannvirkjanefnd að veita umbeðna umsögn um fiskeldi vegna sjókvíaeldis í Dýrafirði.
4.Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 2017080007
Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. júlí sl., þar sem upplýst er að stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga hefur samþykkt að bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan síns sveitarfélags að sækja um aðild að samtökunum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir að fá aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga enda verði þau vettvangur fiskeldissveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 08:47.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?