Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048
Lagt fram minnisblað frá Verkís hf. dagsett 3. júlí 2017, þar sem farið er yfir breytingar á uppsetningu stoðvirkja frá upphaflegri áætlun í útboðsgögnum.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 8:35.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
2.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048
Lögð fram framvinduskýrsla fyrir ágúst 2016 - júní 2017 frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 6. júlí 2017, vegna snjóflóðavarna á Ísafirði, uppsettningu stoðvirkja í Kubba.
Lagt fram til kynningar.
3.Ofanflóðavarnir, aurvarnargarður ofan Hjallavegar, áfangi 2. - 2017020148
Kynnt er bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 7. júlí sl., þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær samþykki tjónabætur til Skógræktarfélags Ísafjarðar, vegna framkvæmda við aurvarnargarð ofan Hjallavegar.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, um bætur til Skógræktarfélags Ísafjarðar vegna tjóns í tengslum við framkvæmdir ofanflóðavarna ofan Hjallavegar.
4.Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097
Lagður er fram tölvupóstur Tinnu Lindar Gunnarsdóttur, frá 7. júlí sl., ásamt bréfi Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, dags. 22. júní sl., þar sem óskað er eftir samstarfi vegna sýningarinnar Oddur og Siggi fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla.
Bæjarráð felur bæjarritara að kanna möguleika Ísafjarðarbæjar til að taka á móti Þjóðleikhúsinu í samræmi við beiðni.
5.Heilsueflandi samfélag - 2017070025
Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. júlí sl., varðandi Heilsueflandi samfél-g og vinnustofu sem haldin var 9. maí sl. á Ísafirði.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórnar samþykkir að unnið verði að því að gera Ísafjarðarbæ að Heilsueflandi samfélag og felur íþrótta- og tómstundarnefnd verkefnið.
6.Plastlaus september - 2017060067
Lagður fram tölvupóstur Dóru Magnúsdóttur, dagsettur 26. júní sl., ásamt bréfi, þar sem kynnt er árveknisátakið Plastlaus september. Markmið þess er að vekja almenning til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til, bæði almennt og á heimilum landsins. Óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við verkefnið, að uppæð kr. 75.000,-
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
7.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Kynnt verða drög að þjónustusamningi milli Ísafjarðarbæjar og Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri ses., Blábankans.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin að samningnum.
8.Fiskeldi - uppbygging og áskoranir - 2017060040
Kynnt eru drög að yfirlýsingu sveitarfélaga á Vestfjörðum varðandi laxeldi.
Bæjarráð samþykkir að vera aðili að sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélaga á Vestfjörðum varðandi uppbyggingu laxeldis í samræmi við kynnt drög að yfirlýsingu.
9.Vinátta í verki - söfnun vegna hamfaranna á Grænlandi 18. júní 2017 - 2017060071
Lagður er fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. júní sl., þar sem komið er á framfæri styrktarbeiðni frá landssöfnuninni Vinátta í verki, vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní sl.
Bæjarráð ákveður að styrkja Vináttu í verki vegna hamfaranna á Grænlandi um kr. 250.000,-.
10.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014
Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 4. júlí sl., ásamt boði á haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið verður í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 29.-30. september n.k.
Lagt fram til kynningar.
11.Starfsmaður skjalasafns og ljósmyndasafns, 50% staða - 2017060068
Beiðni Safnahússins um viðbótarstöðugildi tekin fyrir að nýju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna beiðnarinnar á grundvelli þess að um hafi verið að ræða mistök í fjárhagsáætlun.
Jóna Símonía Bjarnadóttir yfirgefur fundinn kl. 9:22.
Gestir
- Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Safnahússins - mæting: 09:12
12.Fræðslunefnd - 381 - 1706018F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 381. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 6. júlí sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
"Þarf Ísafjarðarbær ekki að samþykkja breytingar á verkinu?
Væri ekki sjálfsagt að fá annan aðila til að yfirfara verkið í heild sinni, þar sem sá aðili sem sá um verkhönnunina virðist ekki hafa getað staðið við sína útreikninga?
Það hefur alltaf verið sagt að það verði enginn afsláttur gefinn varðandi varnir í Kubba, þá spyr ég, Hvernig get ég treyst því að allar þessar breytingar rýri ekki öryggið?
Þarf Ísafjarðarbær að borga aukalega vegna þessarra breytinga, þar sem verktaki fær t.d. að sleppa uppsetningu grinda. Það hlýtur að vera minni kostnaður í því að styrkja grindur neðar í fjallinu?
Ef hægt er að styrkja grindur neðar í fjallinu og sleppa grindum ofar, er þá ekki hægt að gera það víðar í fjallinu og minnka þá í leiðinni ásýnd stoðvirkjanna?
Hafa þessar breytingar ekkert að segja varðandi áhættumatið?"
Að öðru leyti er minnisblaðið lagt fram til kynningar.