Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dýrafjarðardagar 2017 - styrkbeiðni - 2017060042
Lagður fram tölvupóstur Signýjar Þallar Kristinsdóttur, f.h. Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, þar sem óskað er eftir styrk upp á kr. 250.000,- til að greiða starfsmanni fyrir skipulag og utanumhald Dýrafjarðardaga 2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið til samræmis við fyrri ár.
2.Garður við Sóltún, hús Ísfirðingafélagsins - 2017060039
Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Jóhannssonar, f.h. Ísfirðingafélagsins, dagsettur 13. júní sl., þar sem óskað er eftir aðstoð Ísafjarðarbæjar við að hirða garðinn við Sóltún, hús félagsins á Ísafirði.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
3.Kaup á sláttuvél fyrir golfvöllinn í Tungudal - styrkbeiðni - 2017060019
Lagt fram bréf Kristins Kristjánssonar, formanns Golfklúbbs Ísafjarðar, dagsett 14. júní sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi til kaupa á notaðri sláttuvél á golfvöllinn. Vélin kostar 4,8 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Ísafjarðar styrk að upphæð kr. 1.000.000,- til kaupa á sláttuvél, en bendir á að að jafnaði ættu slíkar beiðnir að liggja fyrir tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar hvers árs. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarráð að nýju til samþykktar.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis og eignasviðs, mætir til fundar kl 8:21
4.Fráveituútrás frá Seljalandshverfi - 2017010002
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 15. júní 2017, þar sem lagt er til að samið verði við Tígur ehf. um gerð fráveituútrásar frá Seljalandshverfi.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að taka tilboði Tígurs ehf. vegna fráveituútrásar frá Seljalandskerfi.
5.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036
Kynnt drög að viðauka við leigusamning um safnmunageymslu Ísafjarðarbæjar að Sundstræti 36.
Bæjarráð fagnar því að Hraðfrystihúsið Norðurtangi ehf. hafi lýst sig reiðubúið að semja að nýju eftir að Byggðasafn Vestfjarða dró sig út úr upphaflegu leigusamkomulagi. Niðurstaða samningaviðræðnanna telst mjög ásættanleg.
Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokks, leggur fram eftirfarandi bókun vegna skjalageymslusamnings:
Samkvæmt svari frá bæjarstjóra dagsettu 19.05.2017 þá mat Tæknideild Ísafjarðarbæjar umrætt húsnæði hæft til leigu þann 23.03.2017. Samkvæmt samkomulagi þessu fellst Ísafjarðarbær á að greiða alls 4.396.206 kr fyrir uppsetningu á vöktunarkerfi og leigu til og með 31.05.2017. Leigusali metur kostnað við uppsetningu vöktunarkerfisins 2.300.000 kr sem gerir 2.096.206 kr í leigu til 31.05.2017 eða í tvo mánuði og viku frá því að Tæknideild Ísafjarðarbæjar mat húsnæðið fullnægjandi. Nokkur geymsluhúsnæði sem fullnægt hefðu kröfum bæjarins hafa verið reist frá undirritun umrædds leigusamnings sem hvert um sig hefði kostað bæjarsjóð jafnmikið eða minna að kaupa heldur en gert er ráð fyrir að greiða í leigu á þeim 10 árum sem umræddur samningur gildir. Þetta mál ber öll merki þess að framkvæma hlut til þess fyrst og fremst að segjast hafa gert eitthvað, alveg án þess að svo mikið sem velta fyrir sér kostnaði fyrir bæjarbúa, og það eru vinnubrögð sem undirritaður getur ekki lagt nafn sitt við.
Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna.
Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokks, leggur fram eftirfarandi bókun vegna skjalageymslusamnings:
Samkvæmt svari frá bæjarstjóra dagsettu 19.05.2017 þá mat Tæknideild Ísafjarðarbæjar umrætt húsnæði hæft til leigu þann 23.03.2017. Samkvæmt samkomulagi þessu fellst Ísafjarðarbær á að greiða alls 4.396.206 kr fyrir uppsetningu á vöktunarkerfi og leigu til og með 31.05.2017. Leigusali metur kostnað við uppsetningu vöktunarkerfisins 2.300.000 kr sem gerir 2.096.206 kr í leigu til 31.05.2017 eða í tvo mánuði og viku frá því að Tæknideild Ísafjarðarbæjar mat húsnæðið fullnægjandi. Nokkur geymsluhúsnæði sem fullnægt hefðu kröfum bæjarins hafa verið reist frá undirritun umrædds leigusamnings sem hvert um sig hefði kostað bæjarsjóð jafnmikið eða minna að kaupa heldur en gert er ráð fyrir að greiða í leigu á þeim 10 árum sem umræddur samningur gildir. Þetta mál ber öll merki þess að framkvæma hlut til þess fyrst og fremst að segjast hafa gert eitthvað, alveg án þess að svo mikið sem velta fyrir sér kostnaði fyrir bæjarbúa, og það eru vinnubrögð sem undirritaður getur ekki lagt nafn sitt við.
Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, mætir til fundar kl 8:39.
6.Ferðaþjónusta fatlaðra í Ísafjarðarbæ 2017-2021 - 2017060028
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 15. júní 2017, þar sem lagt er til, að höfðu samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, Margréti Geirsdóttur, að samið verði við Ólaf Baldursson um ferðaþjónustu fatlaðra 2017-2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og leggur til að samið verði við Ólaf Baldursson um ferðaþjónustu fatlaðra 2017-2021. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarráð að nýju til samþykktar.
Brynjar Þór Jónasson og Margrét Geirsdóttir fóru af fundi kl 8:44.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætir til fundar kl. 8:44.
7.Beiðni um aukningu stöðugilda - 2017060025
Kynnt bréf Sveinfríðar Olgu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 8. júní 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að ráða fleiri stuðningsfulltrúa við skólann vegna fjölgunnar nemenda sem þurfa sérstakan stuðning.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarráð að nýju til samþykktar.
Margrét Halldórsdóttir fer af fundi kl. 8:
8.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - 2017020094
Lögð fram fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða (NAVE), sem haldinn var 31. maí sl. Einnig lögð fram ársskýrsla og ársreikningur NAVE fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.
Sigurður Pétursson, Víkingur Gunnarsson og Þorsteinn Másson mæta til fundar kl. 9:12.
9.Fiskeldi - uppbygging og áskoranir - 2017060040
Forsvarsmenn Arnarlax og Arctic Fish mæta til fundar við bæjarráð til að ræða uppbyggingu fiskeldis og áskoranir.
Umræður um uppbyggingu og áskoranir í fiskeldi á Vestfjörðum.
Sigurður Pétursson, Víkingur Gunnarsson og Þorsteinn Másson fara af fundi kl. 10:00
10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49 - 1705025F
Fundargerð 49. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 13. júní sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?