Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 1. júní sl. vegna verksins "Göngustígar í Ísafjarðarbæ 2017" þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
2.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - 2017050130
Lagt fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðarlánasjóðs, dagsett 24. maí sl., þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefjast handa við gerð húsnæðisáætlana sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.
3.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Á 191. fundi hafnarstjórnar 30. maí sl., var kynnt verkefni um skipulagsmál á Sundahöfn. Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara með kostnaðarmati fyrir framkvæmdina.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í framkvæmdirnar sem allra fyrst.
4.Sláttuvél fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. - 2017060023
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 9. júní 2017, þar sem lagt er til að keyptur verði nýr sláttutraktor fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að keyptur verði nýr sláttutraktor fyrir Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
5.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir hafnarstjórnar og skipulags- og mannvirkjanefndar á umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar á þorsk- og silungaeldi Hábrúnar í Skutulsfirði, sbr. beiðni 15. maí sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsagnir nefndanna verði sendar Skipulagsstofnun.
6.Sala á eignum Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga - 2017060024
Lagt fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, dagsett 8. júní sl., þar sem boðið er til viðræða um möguleg kaup sveitarfélaga á fasteignum í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags. Ef áhugi er fyrir því að Ísafjarðarbær kaupi eignir sjóðsins, þarf að hafa samband eigi síðar en 23. júní nk., að öðrum kosti er fyrirhugað að eignirnar fari í almenna sölu.
Lagt fram til kynningar.
7.Kaup á sláttuvél fyrir golfvöllinn í Tungudal - styrkbeiðni - 2017060019
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, f.h. Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 8. júní sl., ásamt bréfi Kristins Kristjánssonar, formanns Golfklúbbs Ísafjarðar. Golfklúbburinn óskar eftir styrk til kaupa á sláttuvél til að slá gróður í kring um brautir vallarins, en gömul vél klúbbsins er ónýt. Ný vél kostar 10 milljónir króna.
Bæjarráð hafnar erindinu, en lýsir jafnframt yfir vilja til að hjálpa þeim að leysa málið í samstarfi við HSV.
8.Beiðni um aukningu stöðugilda - 2017060025
Kynnt bréf Sveinfríðar Olgu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 8. júní 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að ráða fleiri stuðningsfulltrúa við skólann vegna fjölgunnar nemenda sem þurfa sérstakan stuðning.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
9.Sala á Páli Pálssyni ÍS-102 - 2017060018
Lagt fram bréf Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar, dagsett 8. júní sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur að skipinu Páli Pálssyni ÍS-102.
Lagt fram til kynningar og vísað til bæjarstjórnar.
Helga Ásgeirsdóttir kemur inn á fundinn kl 8:40.
10.Mánaðaryfirlit 2017 - 2017050033
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 9. júní sl., um skatttekjur og laun frá janúar til apríl 2017. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 76,7 milljónum króna undir áætlun og eru 547,1 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 1,1 milljónum króna yfir áætlun eða 223,1 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 36,1 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 690,8 milljónum króna fyrir tímabilið.
Helga Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði, kemur inn á fundinn og fer yfir efni minnisblaðsins. Lagt fram til kynningar.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgefur fundinn kl 8:43
Gestir
- Helga Ásgeirsdóttir - mæting: 08:40
11.Boð á ráðstefnuna "Digital Transformation in the Cultural Heritage Sector" í Svíþjóð - 2017050071
Lagður fram tölvupóstur frá Elisabeth Asp, f.h. sveitarfélagsins Linköping í Svíþjóð, dagsettur 9. júní sl., þar sem formlega er boðið til ráðstefnu 31. ágúst - 1. september nk., sem ber yfirskriftina "Digital Transformation in the Cultural Heritage Sector". Á ráðstefnunni verður fjallað um tækifæri og áskoranir fólgnar í því að umbreyta menningartengdum gögnum yfir á stafrænt form, en einnig verður umfjöllun um menningartengda ferðaþjónustu. Dagskrá ráðstefnunnar fylgir póstinum.
Lagt fram til kynningar.
12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 149 - 1705027F
Lögð er fram fundargerð 149. barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 8. júní sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
13.Fræðslunefnd - 380 - 1705020F
Lögð fram fundargerð 380. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 6. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 478 - 1705017F
Lögð fram fundargerð 478. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. júní sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:55.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?