Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
974. fundur 15. maí 2017 kl. 08:05 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í félagsmálanefnd.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins kl. 8:41.

2.Hvert fara peningarnir? - Opið bókhald - 2017050031

Kynnt er minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. maí 2017 sl., varðandi opið kerfi Wise sem heldur utan um og birtir fjárhagsupplýsingar sveitarfélagsins á vef og kallast "hvert fara peningarnir". Óskað er eftir umræðu um næstu skref.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, yfirgefur fundinn kl. 9:03.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47 - 1705004F

Lögð er fram fundargerð 47. umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. maí sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 9. maí sl., ásamt fundargerð stjórnarfundar FV sem haldinn var 3. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Ársfundur Orkubús Vestfjarða 2016 - 2017050029

Lagður fram tölvupóstur Elíasar Jónatanssonar, orkubússtjóra, dagsettur 9. maí sl., þar sem boðað er til opins ársfundar Orkubús Vestfjarða, sem haldinn verður í tengslum við aðalfund OV, 16. maí nk. Fulltrúar sveitarfélaga eru hvattir til að mæta á fundinn.
Lagt fram til kynningar.

6.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - 2017020094

Lagður fram tölvupóstur Nancy Bechtloff, f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, dagsettur 12. maí sl., þar sem boðað er til samráðsfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða, miðvikudaginn 31. maí 2017 kl. 14:00 á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.
Bæjarráð felur Daníel Jakobssyni mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.

7.Samráðsfundur á Vestfjörðum um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess - 2017050037

Lagður fram tölvupóstur Lovísu Lilliendahl, f.h. velferðarráðuneytis, dagsettur 12. maí sl., þar sem boðað er til samráðsfundar á Vestfjörðum um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði 1. júní nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.

8.Héraðsþing HSV 2017 - 2017050034

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 11. maí sl., þar sem boðað er til Héraðsþings HSV, sem haldið verður 23. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

9.Landskerfi bókasafna 2016-2017 - 2016040053

Lagt fram bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna hf., dagsett 2. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 24. maí nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að senda fulltrúa bæjarins á fundinn.

10.Hátíð í tilefni 110 ára afmælis Núpsskóla - 2017050030

Lagt fram bréf Magnúsar Ólafs Hanssonar, f.h. stjórnar Hollvina Núpsskóla, ódagsett en móttekið 11. maí sl., þar sem bæjarstjóra er boðið á hátíð á Núpi í Dýrafirði dagana 23. - 25. júní nk., í tilefni þess að Núpsskóli er 110 ára á árinu.
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

11.Rekstrarleyfi fyrir gististað að Gemlufalli - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 3. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Jóns Skúlasonar um nýtt rekstrarleyfi í flokki 3 (gististaður með veitingum), vegna Gemlufalls, 471 Þingeyri.
Einnig eru lagðar fram umsagnir byggingarfulltrúa, dagsett 10. mars sl, Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. mars sl, og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsett 12. apríl sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

12.Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 5. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál. Umsagnarfrestur er til 19. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar - 2017050028

Lagður fram tölvupóstur Njarðar Sigurðssonar, sviðsstjóra upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands, dagsettur 8. maí sl., ásamt bréfi Þjóðskjalasafns og drögum að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Umsagnarfrestur um drögin er til 16. júní nk.
Bæjarráð vísar erindinu til héraðsskjalastjóra.
Helga A. Ásgeirsdóttir, fjármálasviði mætir til fundarins kl. 8:22.

14.Mánaðaryfirlit 2017 - 2017050033

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 12. maí sl, um skatttekjur og laun frá janúar til mars 2017. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 41,1 milljónum króna undir áætlun og eru 436 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 61,9 milljónum króna yfir áætlun eða 184,2 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 8 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 503,2 milljónum króna fyrir tímabilið.
Lagt fram til kynningar.
Helga yfirgefur fundinn kl. 8:25.

15.Hreyfivika - 2015080085

Lagt er fram bréf Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra HSV, dags. 10. maí sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær bjóði frítt í sund í Hreyfivikunni, dagana 29. maí til 4. júní n.k.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

16.Tímasetningar á ferðum almenningsvagna til og frá Flateyri - 2017050035

Lagt fram bréf nemenda 5. - 9. bekkjar Grunnskóla Önundarfjarðar, dagsett 2. maí sl. Nemendurnir geta ekki nýtt sér ferðir almenningsvagna til og frá Flateyri, þar sem tímasetningar eru óhentugar. Óska þau eftir að haft verði samráð við þau ef farið verður í að endurskoða tímasetningar á ferðum, svo þau geti nýtt sér almenningavagnana til að sækja íþrótta- og tómstundastarf á Ísafirði.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á framkvæmdasviði.

17.Hugsanleg gjaldtaka í Skrúði - 2017050016

Lagt er fram bréf Brynjólfs Jónssonar, formanns Framkvæmdasjóðs Skrúðs, dags. 10. maí sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær heimili gjaldtöku við Skrúð og veiti leyfi fyrir bráðabirgðasalernisaðstöðu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið enda liggi fyrir önnur tilskilin leyfi.

18.Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2017 - 2017030091

Lögð fram 3 bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, dagsett 4. og 5. maí sl., þar sem tilkynntar eru styrkúthlutanir úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2017. Ísafjarðarbær hlaut styrk fyrir eftirfarandi verkefni:

Faktorshús, Neðstikaupstaður, gluggar og klæðning á vesturgafli, kr. 3.000.000,-
Svarta pakkhúsið, Flateyri, viðgerð á gólfi, kr. 500.000,-
Tjöruhús, Neðstikaupstaður, endurnýjun stokka, kr. 1.500.000,-
Lagt fram til kynningar.

19.Málefni kirkjugarða - 2013100065

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dagsettur 18. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk í formi aðstoðar garðyrkjustjóra við að skipuleggja og leiðbeina um umhirðu í kirkjugörðunum.
Bæjarráð samþykkir umbeðna aðstoð sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?