Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.
Bæjarráð vísar þingsályktuninni til félagsmálanefndar.
2.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003
Bæjarstjórn samþykkir að fella gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga niður á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 31. desember 2017. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Á 398. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 4. maí sl. var samþykkt að vísa tillögu um að fella gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis til frekari útfærslu í bæjarráði og leggja fyrir að nýju í bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gatnagerðargjöld af byggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á lóðum sem sérstaklega verða auglýstar í þessu skyni af Ísafjarðarbæ. Skipulags- og mannvirkjanefnd er hér með falið að taka til umfjöllunar hvaða lóðir skuli auglýstar. Ákvörðunin er tekin á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. maí 2018 og er ekki afturvirkt. Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki fyrir 1. maí 2020. Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til Ísafjarðarbæjar. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.“
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Bæjarstjórn samþykkir að fella niður gatnagerðargjöld af byggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á lóðum sem sérstaklega verða auglýstar í þessu skyni af Ísafjarðarbæ. Skipulags- og mannvirkjanefnd er hér með falið að taka til umfjöllunar hvaða lóðir skuli auglýstar. Ákvörðunin er tekin á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. maí 2018 og er ekki afturvirkt. Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki fyrir 1. maí 2020. Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til Ísafjarðarbæjar. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.“
3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46 - 1704011F
Fundargerð 46. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 25. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 476 - 1704009F
Fundarger 476. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 148 - 1704015F
Fundargerð 148. fundar barnaverndarnefdnar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - 2017020094
Lögð fram fundargerð 103. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 24. apríl sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Umsögn Sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022 - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 26. apríl sl., ásamt umsögn Sambandsins um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til félagsmálanefndar.
9.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál. Umsagnarfrestur er til 12. maí nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
10.Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til félagsmálanefndar.
11.Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til félagsmálanefndar.
12.Beiðni um stuðning við barn - 2017030112
Kynnt minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 30. mars sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við barn í 4-5 tíma á dag í leikskóla í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðnina.
13.Ársfundur Umhverfisstofnunar 2017 - 2017050010
Lagður fram tölvupóstur Þórunnar Karlsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 28. apríl sl., þar sem boðað er til ársfundar Umhverfisstofnunar, sem haldinn verður 12. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
14.Aðalfundur fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða 2017 - 2017040070
Lagt fram bréf Dóru Hlínar Gísladóttur og Peters Weiss, f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, dagsett 20. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða 24. maí nk.
Bæjarráð felur Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara, að sækja aðalfund fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
15.Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins - 2017050011
Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Samband íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. apríl sl., vegna vorþings Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins, sem haldið var 28. - 30. mars sl. Á þinginu var m.a. fjallað um stöðu íslenska sveitarstjórnarþingsins gagnvart Evrópusáttmálanum um sjálfsstjórn sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjörðum 2017-2018 - 2017040075
Lögð fram fundargerð 3. fundar Samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem haldinn var 27. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.
17.Úthlutun stofnframlaga 2017 - 2017050009
Lagður fram tölvupóstur Laufeyjar Lindar Sigurðardóttur, f.h. Íbúðalánasjóðs, dagsettur 28. apríl sl., ásamt auglýsingu Íbúðalánasjóðs um að opið væri fyrir umsóknir um stofnframlög vegna fyrri úthlutunar ársins 2017.
Í auglýsingunni segir m.a. að eingöngu verði úthlutað til nýbygginga. Þessi takmörkun er gerð í ljósi þess að nýbygging fellur mun betur að markmiði laganna, sem er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 6. og 7. mgr. 10. gr. laganna með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.
Í auglýsingunni segir m.a. að eingöngu verði úthlutað til nýbygginga. Þessi takmörkun er gerð í ljósi þess að nýbygging fellur mun betur að markmiði laganna, sem er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 6. og 7. mgr. 10. gr. laganna með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.
18.Lánasjóður - ýmis erindi 2016 - 2017 - 2016040045
Lagt fram bréf Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf., dagsett 19. apríl sl., vegna arðgreiðslu rekstrarársins 2016. Að frádregnum 20% fjármagnstekjuskatti var arðgreiðsla til Ísafjarðarbæjar kr. 16.293.344,-
Lagt fram til kynningar.
19.Kerfisáætlun Landsnets - 2014050071
Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, dagsettur 3. maí sl., þar sem kynnt er matslýsing vegna kerfisáætlunar 2017-2026. Frestur til að skila ábendingum vegna matslýsingarinnar er til 30. maí.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
20.Núpsskóli - Verndarsvæði í byggð - 2017050013
Lagður fram tölvupóstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, dagsettur 27. apríl sl., þar sem hún hvetur Ísafjarðarbæ og hollvini Núpsskóla til að sækja um að byggingar Núpsskóla, Hlíð, Skrúður og saga sem tengist Núpsskóla verði gert að verndarsvæði í byggð.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
21.Landsmót harmonikuunnenda 2017 - ósk um afnot af túnum á Ísafirði - 2017040071
Lagt fram bréf Karitasar Pálsdóttur, formanns Harmonikufélags Vestfjarða, dagsett 24. apríl sl., þar sem óskað er eftir leyfi til að nota sjúkrahústún og tún við leikskólann Sólborg, sem aðstöðu fyrir húsbíla og hjólhýsi, þegar landsmót harmonikuunnenda verður haldið á Ísafirði dagana 29. júní - 2. júlí 2017. Sama fyrirkomulag var haft þegar landsmót var haldið síðast á Ísafirði, árið 2002.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
22.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla sumarið 2017 - 2017050012
Lagður fram tölvupóstur Vilborgar Arnarsdóttur, dagsettur 27. apríl, ásamt bréfi, þar sem óskað er eftir vinnuframlagi vinnuskóla í Raggagarði sumarið 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skóla- og tómstundasviði að útfæra þetta frekar.
Fundi slitið - kl. 08:46.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?