Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
971. fundur 10. apríl 2017 kl. 08:05 - 08:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Lagður fram tölvupóstur Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, f.h. Íbúðalánasjóðs, dagsettur 5. apríl sl., ásamt bréfi Hermanns Jónassonar, forstjóra sjóðsins, einnig dagsett 5. apríl sl. Tilkynnt er að umsókn Ísafjarðarbæjar um stofnframlag hafi verið samþykkt.
Lagt fram til kynningar, bæjarráð felur tæknideild að vinna málið áfram.

2.Nýbúafræðsla 2017 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2016090017

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 1. apríl sl., þar sem tilkynnt er endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2017. Heildarúthlutun framlags til Ísafjarðarbæjar er kr. 7.020.000,-.
Lagt fram til kynningar.

3.Fatlaðir nemendur í grunnskólum 2017 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2016090019

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 1. apríl sl., þar sem tilkynnt er um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2017. Framlag til Ísafjarðarbæjar nemur samtals kr. 16.400.000,-.
Lagt fram til kynningar.

4.Edinborg - Tækifærisleyfi - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 5. apríl sl., ásamt bréfi, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sigurðar Arnfjörð Helgasonar f.h. Sveitasælu ehf., um tækifærisleyfi fyrir Edinborg Bistro, Aðalstræti 7.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

5.Pönnsa ehf. - rekstrarleyfi til veitingu veitinga - 2017020017

Lögð er fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 31. mars sl., ásamt umsókn Auðar Óskar Aradóttur, f.h. Pönnsu ehf., um rekstrarleyfi til veitingu veitinga, að Austurvegi 1, Ísafirði, dags. 29. mars 2017.
Enn fremur er lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæja, dags. 7. apríl sl., Hermanns Hermannsonar, f.h. Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 3. apríl sl. og Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarðar, dags. 5. apríl sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

6.Rekstur landamærastöðvar á Ísafirði vegna innflutnings á dýraafurðum frá ríkjum utan EES - 2017030072

Lagður fram tölvupóstur Þorvalds H. Þórðarsonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 7. apríl sl., með svörum við fyrirspurnum bæjarstjóra um landamærastöð á Ísafirði.
Bæjarráð telur ekki fært að Ísafjarðarbær taki þátt í kostnaði við rekstur landamærastöðvar Matvælastofnunar en lýsir sig reiðubúið að öðru leyti til að aðstoða Matvælastofnun eftir bestu getu við að finna lausn sem hentar.

7.Sjóvarnarskýrsla 2017 - 2017040021

Lagður fram tölvupóstur Péturs Inga Sveinbjörnssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dagsettur 7. apríl sl., þar sem tilkynnt er að yfirlitsskýrsla um sjóvarnir sem síðast var gefin út árið 2011 verði endurskoðuð á næstu mánuðum. Gefinn er kostur á að sækja um að ákveðin svæði verði tekin til skoðunar vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar.
Lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

8.Landsmót kvennakóra 2017 - styrkbeiðni - 2017040023

Lagður fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, f.h. Kvennakórs Ísafjarðar, dagsettur 17. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk í formi 300 fundarmappa og eftirgjöf á húsaleigu Íþróttahússins á Torfnesi, til að halda Landsmót kvennakóra 12. - 13. maí nk.
Bæjarráð samþykkir erindið.

9.Landsmót unglingadeilda 2017 - ósk um afnot af landsvæði - 2017040020

Lagður fram tölvupóstur Einars Birkis Sveinbjörnssonar, dagsettur 6. apríl sl., þar sem hann óskar eftir svæði undir tjaldbúðir vegna landsmóts unglingadeilda Landsbjargar, sem haldið verður 28. júní - 2. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Handknattleiksdeild Harðar - ósk um styrk vegna Íslandsmóts 5. flokks - 2017040024

Lagður fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsettur 7. apríl sl., vegna styrkbeiðni Handknattleiksdeildar Harðar, til að halda Íslandsmót 5. flokks í handknattleik 21.-23. apríl nk.
Bæjarráð vísar erindinu til HSV.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. apríl sl., þar sem umsagnar er óskað um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar barnaverndarnefndar.

12.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Lagt fram bréf Alain De Cat, f.h. starfshóps um Blábankann, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni einn aðalmann og einn varamann í stjórn Blábankans ses.
Bæjarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem aðalmann í stjórn Blábankans ses. og Gísla Halldór Halldórsson sem varamann.

13.Aðalfundur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017040022

Lagt fram bréf Gísla Halldórs Halldórssonar, stjórnarformanns Fasteigna Ísafjarðarbæjar, dagsett 7. apríl sl., þar sem boðað er til aðalfundar Fasteigna Ísafjarðarbæjar 25. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Hafnarstjórn - 190 - 1704001F

Fundargerð 190. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 5. apríl sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?