Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049
Umræður um fjárfestingaráætlun 2018-2021 og gjaldskrár 2018.
Umræður um fjárfestingar, viðhald og gjaldskrár árið 2018.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9:25.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:12
2.Asahláka í febrúar 2015 - 2015020033
Kynnt ódagsett drög að samkomulagi um uppgjör tjónabóta milli Ísafjarðarbæjar og Viðlagatryggingar Íslands, vegna tjóns á eignum Ísafjarðarbæjar á Ísafirði og Suðureyri í asahláku 8. febrúar 2015.
Bæjarráð vísar drögum að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Viðlagatryggingar Íslands til samþykktar í bæjarstjórn.
3.Svæðisáætlun Sorpmál - 2015090028
Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarráð að skipuð verði nefnd um útboð á sorpmálum sveitarfélaganna með fulltrúum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar leggja til að áður en haldið verður áfram við vinnu við útboð í sorpmálum, þá verði haft samband við nágrannasveitarfélög okkar Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp til að skoða hvort ekki sé flötur fyrir sameiginlegu útboði. Það gefur auga leið að um sameiginlegt hagsmunamál allra sveitarfélaganna er að ræða, bæði kostnaðarlega og umhverfislega. Við leggjum til að skipuð verði nefnd með fulltrúum allra sveitarfélaganna hið fyrsta og unnið verði hratt og vel í undirbúningi að sameiginlegu útboði í sorpmálum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar leggja til að áður en haldið verður áfram við vinnu við útboð í sorpmálum, þá verði haft samband við nágrannasveitarfélög okkar Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp til að skoða hvort ekki sé flötur fyrir sameiginlegu útboði. Það gefur auga leið að um sameiginlegt hagsmunamál allra sveitarfélaganna er að ræða, bæði kostnaðarlega og umhverfislega. Við leggjum til að skipuð verði nefnd með fulltrúum allra sveitarfélaganna hið fyrsta og unnið verði hratt og vel í undirbúningi að sameiginlegu útboði í sorpmálum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða samstarfsmöguleika í sorpmálum við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp og aðkomu þeirra að væntanlegu útboði Ísafjarðarbæjar.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:37.
4.Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum - 2017030019
Lagður fram tölvupóstur Margrétar Harðardóttur, f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsettur 7. mars sl., um fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis með niðurstöðum úrvinnslu á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að sveitarstjórnir sjái til þess að allir nemendur fái þann lágmarkskennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber.
Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.
5.Beiðni um fjárframlag vegna vinabæjarheimsóknar 10. bekkjar til Kaufering haustið 2017 - 2017030025
Lagt fram bréf Herdísar M. Hübner, kennara við Grunnskólann á Ísafirði, sem barst með tölvupósti 8. mars sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi vegna vinabæjarheimsóknar 10. bekkjar til Kaufering haustið 2017.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að athuga hvort hægt sé að finna verkefninu stað innan núverandi fjárheimilda skóla- og tómstundasviðs.
6.Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022
Kynnt eru drög að leigusamningi vegna leigu á Seljalandsvegi 102 til Kola og salts ehf.
Bæjarráð felur bæjarritara að gera þær breytingar á drögum leigusamningsins sem ræddar voru og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Ísafjarðarbæjar.
Kristján Andri Guðjónsson víkur af fundi undir þessum lið.
7.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2017 - fasteignagjöld - 2017030031
Kynnt er minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. mars sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2017, samtals að fjárhæð kr. 1.323.083,-- en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í áætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu að styrkjum til félaga og félagasamtaka.
8.Nordjobb 2017 - 2017030032
Lagt fram bréf Kristínar Magnúsdóttur, verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 6. mars sl., þar sem kynnt starfsemi Nordjobb, sem er samnorrænt verkefni sem útvegar ungu fólki á aldrinum 18-28 ára sumarvinnu og húsnæði á hinum norðurlöndunum, og óskað er eftir að Ísafjarðarbær ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs til skoðunar.
9.Málþingið Vestfirska vorið - 2017020183
Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Kristjánsdóttur, dagsettur 8. mars sl., með boðsbréfi á málþingið "Vestfirska vorið", sem haldið verður á Flateyri 5.-6. maí nk.
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.
10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. mars sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í bæjarstjórn.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473 - 1703001F
Fundargerð 473. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. mars sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473 Fulltrúar HSV og Vestra mættu til fundar og ræddu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Torfnesi. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar heimildar bæjarstjórnar til að hefja formlega skipulagsvinnu á Torfnesi.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis.
12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43 - 1702019F
Lögð er fram fundargerð 43. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:53.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?