Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
961. fundur 30. janúar 2017 kl. 08:05 - 09:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - ósk um fund með Ísafjarðarbæ - 2017010066

Fulltrúar íþróttafélagsins Vestra mæta til fundar við bæjarráð til að ræða uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi.
Fulltrúar Vestra og HSV óska eftir upplýsingum um fyrirætlanir í uppbyggingu knattspyrnumannvirkja á Torfnesi og óskuðu eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á vinnufundi með fulltrúum Vestra og HSV og fulltrúum skipulags- og mannvirkjanefndar.
Gestir yfirgefa fundinn kl. 8:45.

Gestir

  • Gísli Jón Hjaltason, stjórnarmaður Vestra - mæting: 08:08
  • Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV - mæting: 08:08
  • Svavar Þór Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra - mæting: 08:08
  • Hjalti Karlsson, formaður Vestra - mæting: 08:08

2.Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit - 2017010092

Lagt fram bréf Williams Freys Huntingdon-Williams, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 19. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

3.Neysluvatn í Reykjanesi - 2017010105

Lagt fram bréf Jóns Heiðars Guðjónssonar, f.h. Ferðaþjónustunnar Reykjanesi, þar sem óskað er eftir aðstoð vegna máls er varðar notkun Ferðaþjónustunnar á neysluvatni í Reykjanesi, og ágreinings við landeiganda þar um.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Súðavíkurhrepp um útvegun neysluvatns í Reykjanesi í Reykjafirði.

4.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 - Álagning fasteignagjalda og afslættir - 2017010064

Lögð eru fram frumdrög að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra. Álagning fasteignagjalda 2017 leiddi í ljós aukningu á tekjum umfram áætlun um 5,4 milljónir króna. Jafnframt er lagt til að tekjuviðmið afslátta elli- og öryrkja vegna fasteignagjalda 2017 verði hækkuð um 10% sem leiðir til aukningu styrkja um 2,4 milljónir króna. Einnig er lagður fram styrkur til Hafstjörnunnar fyrir 1 milljón vegna unglingalandsmóts Landsbjargar sem haldið verður á Ísafirði í sumar. Afgangi viðaukans er ráðstafað í aukningu á áætluðum ófyrirséðum kostnaði um 2 milljónir króna. Viðaukinn hefur þau áhrif að tekjur aukast um 5,4 milljónir króna og gjöld aukast um 5,4 milljónir króna. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru því kr. 0.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja 1. viðauka við fjárhagsáætlun.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:00

5.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lögð eru fram frumdrög að viðauka B (2) við fjárhagsáætlun 2017 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra. Viðaukinn er vegna reiðskemmu fyrir Hestamannafélagið Hendingu og hefur þau áhrif að gjöld aukast um 8,1 milljónir króna, eignarhlutur í félögum eykst um 15 milljónir króna og handbært fé lækkar um 23,1 milljón króna. Áhrif viðaukans á afkomu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru því lækkun úr kr. 35.353.535,- í kr. 27.253.535,-.
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður gagnrýnir harðlega þá fyrirætlan meirihluta Ísfjarðarbæjar að ganga til samninga við Hestamannafélagið Hendingu um byggingu reiðskemmu. Með því er verið að verðlauna óbilgirni og ósanngirni forystumanna félagsins sem hafa staðið í vegi fyrir því að Ísafjarðarbær hafi getað samið við Vegagerðina um bætur fyrir völlinn. Nú síðast í desember neituðu forsvarsmenn félagins að skrifa undir þríhliða samkomulag við bæinn og Vegagerðina sem hefði tryggt bænum og þar með hestamannafélaginu 20 m.kr. greiðslu nema umræddur samningur yrði samþykktur jafnframt. Það gerðu þeir einnig árið 2014 þegar að Ísafjarðarbær gerði félaginu skriflegt tilboð um að byggja í Engidal sambærilegan völl og var í Hnífsdal, því tilboði var aldrei svarað.

Með því að neita því að að greiða götu bæjarins í uppgjöri við Vegagerðina hafa þeir kostað bæinn umtalsvert fjármagn og sýnt óbilgirni sem hefði getað skaðað Ísafjarðarbæ, Hendingu og samfélagið hér. Að semja á þeim nótum sem nú liggur fyrir við forystumenn félagsins er óásættanlegt fyrir íbúa bæjarins og þau íþróttafélög sem fara eftir sameiginlegum reglum HSV og bæjarins.

Jafnframt má benda á að eftir sem áður á eftir að byggja alla útiaðstöðu félagsins þannig að nú er verið að fara í vegferð sem mun kosta bæjarbúa tugi milljóna króna. Í dag eru um 10-15 manns sem halda hesta á svæðinu og starfsemi hefur verið afar lítil s.l. ár. Því er ekki aðstöðuleysi einu um að kenna. Það að forgangsraða fjármagni í umrædda framkvæmd á sama tíma og er ekki hægt að fjármagna mörg önnur verkefni er óskynsamleg ráðstöfun skattfjár sem ég get ekki stutt."

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við 2. viðauka við fjárhagsáætlun og vísar honum til bæjarstjórnar.

Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:11.

6.Stútungur: Beiðni um niðurfellingu á leigu íþróttahúss - 2017010074

Lagður er fram tölvupóstur Steinunnar G. Einarsdóttur, f.h. Stútungsnefndar 2017, frá 22. janúar sl., þar sem sótt erum styrk með niðurfellingu á leigu íþróttahúss Flateyrar 11. febrúar 2017 fyrir Þorrablótið Stútung.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

7.Umsókn um styrk - verkefni til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum - 2017010042

Lagður fram tölvupóstur Hrafnhildar Ýrar Denke, dagsettur 21. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 200.000 kr. vegna átaksverkefnis meistaranema og kennara Háskólans á Akureyri sem snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum.
Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.

8.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Lagt fram bréf Hólmfríðar Bjarnadóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 23. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um 7.600 tonna framleiðsluaukningu í laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 8. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.

9.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lagt fram boðskort Ísafjarðarbæjar, sem sent var út 26. janúar sl. Viðtakendum er boðið að vera viðstaddir athöfn þar sem kynnt verða úrslit hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþrótta- og baðaðstöðu í Sundhöll Ísafjarðar. Athöfnin verður haldin í Sundhöllinni 1. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Samskip - hækkun á þjónustugjöldum - 2017010013

Lagður er fram tölvupóstur Pálmars Óla Magnússonar, forstjóra Samskipa, frá 23. janúar sl., þar sem tölvupósti Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, er svarað varðandi hækkun flutningskostnaðar hjá Samskipum.
Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Samskipa mæti á fund bæjarráðs eins fljótt og verða má.

11.Lónið Suðureyri - 2017010067

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá Fiskistofu um hvort Jens Daníel Hólm hafi fengið útgefið rekstrarleyfi til fiskeldis.
Samkvæmt samkomulaginu var afnotarétturinn að Lóninu bundinn því skilyrði að þar væri starfrækt fiskeldi innan 12 mánaða frá undirritun samkomulagsins. Samkvæmt upplýsingum bæjarráðs fékk Jens Daníel Hólm ekki útgefið rekstrarleyfi fyrir fiskeldi í Lóninu í framhaldi af samkomulaginu við Ísafjarðarbæ, samkomulagið hefur því fallið úr gildi.

12.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lagður fram tölvupóstur Jóns Smára Jónssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, ásamt fundargerð fyrsta fundar samstarfsnefndar vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum, sem haldinn var 17. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40 - 1701008F

Fundargerð 40. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?