Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
945. fundur 26. september 2016 kl. 08:05 - 09:34 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.7. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram 7. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2016, um tilfærslu á fjármagni á milli málaflokks 04 og 06.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 7. viðauki sé samþykktur.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:08

2.Öldungaráð - 2 - 1609010F

Lögð er fram fundargerð 2. fundar Öldungaráðs sem haldinn var 14. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og ábendingum öldungaráðs vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 462 - 1609015F

Lögð er fram fundargerð 462. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 462 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð A við Mávagarð, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 462 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun með fyrirvara um samþykki frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

4.Félagsmálanefnd - 411 - 1609014F

Fundargerð 411. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 20. september sl., 7 mál voru á dagskrá.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 146 - 1609009F

Lögð er fram fundargerð 146. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 20. september, tvö mál voru á dagskrá.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi, Seljalandsvegur 102 - 2015030069

Lagt er fram tilboð í Seljalandsveg 102.
Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði í Seljalandsveg 102, Ísafirði.

7.10. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram 10. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 um sáttarbeiðni Dagverðardal.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 10. viðauki sé samþykktur.
Edda María Hagalín, yfirgefur fundinn kl. 9:25.

8.9. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram 9. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 um veikindapott og leiðréttingar launa afturvirkt til 2015.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 9. viðauki sé samþykktur.

9.8. viðauki við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram 8. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2016, um lífeyrisskuldbindingu og leigusamninga TÍ og Norðurtanga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að 8. viðauki sé samþykktur.

10.Útvarp í veggöngum - 2016090038

Lagður er fram tölvupóstur Jónasar Guðmundssonar, f.h. Samgöngufélagsins, frá 31. ágúst sl., ásamt minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu um útvarpskerfi í jarðgöngum og uppsetningu búnaðar í Bolungarvíkurgöngum þannig að þar megi ná útsendingum útvarps.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur Vegagerðina til að endurskoða öryggi við byggingu vegganga þannig að útvarp sé hluti af framkvæmd við gerð vegganga og öryggiskerfi þeirra, í samræmi við það sem gerist á Norðurlöndunum.
Kristján Andri Guðjónsson gerði grein fyrir sínum þætti málsins og yfirgaf fundinn undir þessum lið kl. 8:55.

11.Neysluvatnssýni 2016 - 2016010059

Lagt er fram bréf Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dags. 19. september, varðandi neysluvatnssýni á Ísafirði, Flateyri og Þingeyri, einnig er lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar frá 25. september sl.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður íbúa Flateyrar afsökunar á að neysluvatn á Flateyri hafi ekki verið í lagi. Bæjarráð telur augljóst að bæta þurfi samskiptaleiðir Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlitsins, einnig mun Ísafjarðarbær skerpa á sínum verkferlum, til að svona ástand skapist ekki aftur.
Kristján Andri mætti aftur til fundarins kl. 9:05.

12.Heimsókn til Færeyja í tilefni 20 ára gjafar leikskólans á Flateyri - 2016070001

Umræður um heimsókn til Færeyja.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir áætlaðri heimsókn Ísafjarðarbæjar til Færeyja. Bæjarráð telur að fulltrúar bæjarráðs skuli taka þátt í heimsókninni og felur bæjarstjóra að kanna kostnað við ferðina.

13.Heimildarmynd um Fjallabræður - beiðni um styrk - 2016090078

Lagður er fram tölvupóstur Hannesar Friðbjarnarsonar, frá 21. september sl., varðandi heimildarmynd um Fjallabræður.
Bæjarráð vísar umsókninni í hefðbundið ferli til atvinnu- og menningarmálanefndar vegna styrkja til menningarmála.

14.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir - 2016070043

Lagt er fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, dags. 12. september sl., um framkvæmd laga um almennar íbúðir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram að fylgja málinu eftir og stuðla að því að byggðar verði íbúðir í sveitarfélaginu.

15.Kaup Landsbankans á eigin hlutum - 2016090052

Lagt er fram bréf Steinþórs Pálssonar, bankastjóra og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur, formanns bankaráðs, dags. 16. september sl., þar sem bankanum býðst að kaupa eigin bréf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær selji hluti sína í Landsbankanum hf. og feli bæjarstjóra að ganga frá sölunni.

16.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

Lagt er fram bréf Hugrúnar Gunnarsdóttur, f.h. VERKÍS hf., dags. 15. september sl., ásamt drögum að tillögu að matsáætlun fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi með framleiðslu á allt að 10.000 tonnum á laxi á ári.
Bæjarráð gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur frá árinu 2009 um fjölda skemmtiferðaskipa séu notaðar í matsáætluninni, en á árinu 2016 komu 83 skemmtiferðaskip inn í Skutulsfjörð. Einnig tekur bæjarráð fram að lýsa þarf betur útliti fóðurpramma, hávaða og áhrifum af þeim, áhrifum lýsingar og sjónrænnar mengunar hennar sem og hávaða frá ljósavélum og mengun þeirra sem teknar eru til í 3. og 5. kafla matsáætlunarinnar.

Bæjarráð sendir erindið til umsagnar skipulags- og mannvirkjanefndar, en erindi nefndarinnar mun berast VERKÍS að umsagnarfresti liðnum.

17.Heimsókn frá Kujalleq í Grænlandi - 2016080020

Umræður um komu gesta frá Kujalleq til Ísafjarðar.
Lögð eru fram drög að dagskrá heimsóknar fulltrúa Kujalleq til Ísafjarðar.

18.Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097

Lagður er fram tölvupóstur Tinnu Lindar, hjá Þjóðleikhúsinu, frá 11. september sl., vegna barnasýningarinnar Lofthræddi örninn Örvar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að verða við beiðninni eftir bestu getu og felur honum að hafa samband við Þjóðleikhúsið.

Fundi slitið - kl. 09:34.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?