Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Thai Koon, umsókn um rekstrarleyfi - 2016010026
Lagt er fram bréf Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 12. júlí sl., þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn Silfurs og Salts ehf., um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðarins Thai Koon, dags. 6. júlí sl. Umsögn Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. september er enn fremur meðfylgjandi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
2.Heimabær, umsókn um rekstrarleyfi - 2016010026
Lagt er fram bréf Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 11. júlí sl., þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn Heimabæjar, Arnardal um endurnýjun á rekstrarleyfi veitingastaðar/samkomusals, dags. 8. júlí sl. Umsögn Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. september er enn fremur meðfylgjandi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
3.Úttekt á reglum um rekstrarleyfi gististaða - 2016060047
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 25. ágúst sl., þar sem lögð eru fram fyrstu drög að reglum um umsagnir við umsóknum um rekstrarleyfi gististaða.
Lagt fram til kynningar.
4.Breytingar varðandi fjármögnun á rekstri Vesturafls - 2016060091
Lagt er fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vesturafls, dags. 24. ágúst sl. með beiðni um styrk til reksturs Vesturafls 2017.
Bæjarráð vísar málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar 2017.
5.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Fjárfestingar ársins 2017.
Umræður fóru fram um fjárfestingaráætlun ársins 2017. Umræður verða teknar upp aftur síðar.
6.Fræðslunefnd - 371 - 1608014F
Lögð er fram fundargerð 371. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.
7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33 - 1608005F
Lögð er fram fundargerð 33. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 30. ágúst sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?