Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Símaþjónusta Ísafjarðarbæjar - 2014100025
Lagt fram að nýju minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, 26. ágúst sl., þar sem fram koma frekari upplýsingar um útboð símaþjónustu Ísafjarðarbæjar sem bæjarráð óskaði eftir á 940. fundi sínum.
Bæjarráð samþykkir að gerður sé samningur við Vodafone um ytri símaþjónustu Ísafjarðarbæjar.
2.Nýjar verklagsreglur og reglugerð um Orkusjóð - 2016080043
Lagður er fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, sérfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, með auglýsingu og upplýsingum frá Orkusjóði SSKS, ásamt viðhengjum.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu umhverfis- og eignasviðs.
3.Almenningssamgöngur milli byggðakjarna - 2016080041
Umræður um almenningssamgöngur milli byggðakjarna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með fjármögnun á verkefni sem felur í sér þróun almenningssamgangna til nærliggjandi byggðakjarna.
4.Fyrirspurn varðandi hækkun á húsaleigu hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar - 2016080042
Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins í bæjarráði, frá 25. ágúst sl., þar sem óskað er að gerð verði grein fyrir þeim reglum er varða hækkun húsaleigu hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjóri leggur fram svar við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar um hækkun leigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Lagður er fram tölvupóstur Maríu Sæmundsdóttur, sérfræðingi hjá velferðarráðuneytinu, þar sem óskað er eftir umsögnum og og athugasemdum við frumvarp til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir og frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Einnig eru lagðar fram athugasemdir félagsmálanefndar við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, frá 410. fundi félagsmálanefndar.
Bæjarráð tekur undir athugasemdir félagsmálanefndar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 410. fundi félagsmálanefndar.
6.Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046
Lagt fram sem trúnaðarmál.
Bæjarráð frestar málinu og vísar því til næsta fundar bæjarráðs.
7.Hitaréttindi í sveitarfélaginu - 2016080047
Lagt fram sem trúnaðarmál.
Lagt fram til kynningar.
8.Félagsmálanefnd - 410 - 1608011F
Fundargerð 410. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 25. ágúst sl. sem er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:08.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?