Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ósk um samstarf við Ísafjarðarbæ - 2016080022
Lagt fram bréf frá dýraverndunarfélaginu Villikettir, dags. 14. ágúst, þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um mannúðlegar leiðir til að stemma stigu við fjölgun villi- og vergangskatta.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.
2.Heimsókn til Færeyja - 2016070001
Umræður um hugsanlega heimsókn til Færeyja í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Færeyingar gáfu leikskóla á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra hugsanlega heimsókn.
3.Símaþjónusta Ísafjarðarbæjar - 2014100025
Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, ásamt samningi við Vodafone um ytri símaþjónustu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið.
4.Bæjarstjórnarfundir 2016 - 2016060042
Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. ágúst, þar sem fram koma tillögur að dagsetningum bæjarstjórnarfunda t.o.m. júní 2017.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.
5.Snjótroðari - 2016080029
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 19. ágúst, um kaup á snjótroðara fyrir Skíðasvæðið á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um kaup á snjótroðara.
6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036
Lögð fram drög að viðauka 05 vegna breytinga á sviði fræðslumála á árinu 2016, yfirlit um fjárhagslegar ráðstafanir og minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 19. ágúst.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.
7.Sorpmál - Samningar - 2011010069
Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. ágúst, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að framlengja og breyta verksamningi um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulag um framlengingu vegna sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
8.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. ágúst, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja söluferli fasteignarinnar að Seljalandsvegi 102.
Bæjarráð veitir sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs heimild til að hefja söluferli á fasteigninni Seljalandsvegur 102.
9.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005
Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 14. júlí.
Lagt fram til kynningar.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn kl. 08:47.
10.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026
Tekin fyrir að nýju beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II að Fitjateig 3 í Hnífsdal.
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé ekki í samræmi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá 4. júlí sl.
Bæjarráð bendir umsækjanda á að hægt er að óska eftir breytingu á skipulagi, sem bæjarráð telur ekki óeðlilegt í þessu tilviki.
Bæjarráð bendir umsækjanda á að hægt er að óska eftir breytingu á skipulagi, sem bæjarráð telur ekki óeðlilegt í þessu tilviki.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 18. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.
Lagt fram til kynningar.
12.FENÚR - ráðstefna - 2016080031
Lagður fram tölvupóstur frá Lúðvík Eckardt Gústafssyni, dags. 19. ágúst, um málþing um hringrásarhagkerfið.
Lagt fram til kynningar.
13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 461 - 1607012F
Lögð fram fundargerð 461. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 17. ágúst. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.
14.Fræðslunefnd - 370 - 1608007F
Lögð fram fundargerð 370. fundar fræðslunefndar frá 18. ágúst. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lögð fram til kynningar.
15.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 145 - 1608007F
Lögð fram fundargerð 145. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 19. ágúst. Fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.
16.Þátttaka Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016 - 2016060019
Bæjarráð þakkar Reykjavíkurborg, þá sérstaklega borgarstjóra og starfsfólki Höfuðborgarstofu fyrir höfðinglegar móttökur á Menningarnótt. Einnig eiga sérstakar þakkir skildar Fjallabræður, Ísfirðingafélagið og Rás 2 auk allra annarra sem tóku þátt í að gera Menningarnótt að skemmtilegum degi.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?