Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
937. fundur 11. júlí 2016 kl. 08:05 - 09:27 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ósk um stuðning með börnum - 2016070017

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 6. júlí sl., með beiðni leikskólans Eyrarskjóls um stuðning.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 og leggja málið aftur fyrir nefndina.
Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri, yfirgefur fundinn kl. 08:22.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005

Lagt er fram svarbréf Sigurbergs Björnssonar, f.h. innanríkisráðherra, dags. 7. júlí sl. varðandi þjónustu Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll.
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 8. júlí sl., ásamt árshlutareikningi fyrsta ársfjórðungs samstæðu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

4.Mýrarboltinn 2016-2018 - 2016070028

Umræður um stuðning Ísafjarðarbæjar við Mýrarboltafélag Íslands ehf. 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Mýrarboltafélagið um framlengingu samnings og frekari stuðning við félagið vegna Mýrarboltans 2016.

5.Hvilft, Önundarfirði - leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Að nýju er lögð fram beiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. apríl sl., um umsögn um nýtt rekstrarleyfi að Hvilft, Önundarfirði, ásamt umsókn dags. 11. apríl og umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl.
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem ekki er um endurnýjun að ræða sér bæjarráð sér ekki fært að samþykkja veitingu rekstrarleyfisins, en bendir umsækjanda á að hægt er að óska eftir breytingu á skipulagi, sem bæjarráð telur ekki óeðlilegt í þessu tilviki.

6.Edinborg Bistro, Aðalstræti 7 - rekstrarleyfi veitingarstaðar - 2016010026

Lögð er fram beiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, um umsögn, dags. 15. júní sl., um umsókn Sveitasælunnar ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki III að Aðalstræti 7, Ísafirði, dags. 13. apríl sl., ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 30. júní sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

7.Bræðraborg - rekstrarleyfi veitignarhús í flokki II - 2016010026

Lögð er fram beiðni Magnúsar Salvarssonar, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, um umsögn, dags. 6. júlí sl., um umsókn Skútusiglinga ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað/kaffihús að Aðalstræti 22B , ódags., ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 8. júlí sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016020019

Lagðar eru fram eftirfarandi fundargerðir:
a) Fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. maí sl.
b) Fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 2. júní sl.
c) Fundargerð 841. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. júní sl.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

9.Náttúrustofa - ársfundur 2016 - 2016050085

Lögð er fram fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 14. júní sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:27.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?