Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
936. fundur 04. júlí 2016 kl. 08:05 - 09:36 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson vék af fundi kl. 8:15.

1.Holt Friðarsetur- 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram beiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. apríl sl., um umsögn um endurnýjun leyfis fyrir Holt Friðarsetur, 425 Flateyri ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl.
Daníel Jakobsson víkur af fundi kl. 8:15.
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni.
Bæjarráð ákveður að til 1. nóvember 2016 gefist gististöðum með gild rekstrarleyfi, sem eru í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar, kostur á að framlengja þau á árinu 2016 tímabundið til ársins 2020.

2.Hvilft, Önundarfirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram beiðni Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. apríl sl., um umsögn um nýtt rekstrarleyfi að Hvilft, Önundarfirði, ásamt umsókn dags. 11. apríl og umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl.
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni.

3.Mánagötu 5, Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram beiðni Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dags. 15. júní sl., um umsögn við umsókn um rekstrarleyfi fyrir Mánagötu 5, Ísafirði, dags. 4. desember sl., ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl.
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé í trássi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni.

4.Hótel Edda, Torfnesi - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram beiðni Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dags. 15. júní sl., um umsögn við umsókn um rekstrarleyfi fyrir Hótel Eddu í Menntaskólanum á Ísafirði við Torfnes, dags. 7. desember sl., ásamt umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 27. júní sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Daníel Jakobsson mætir til fundarins kl. 8:41.

5.Úttekt á stöðu mannréttindamála, innanríkisráðuneytið - 2016040014

Lagt er fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Rögnu Bjarnadóttur, f.h. innanríkisráðherra, varðandi úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum.
Lagt fram til kynningar.

6.Breytingar vegna fjármögnun á rekstri Vesturafls - 2016060091

Lagt er fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vesturafls, dags. 27. júní sl., þar sem óskað er styrks fyrir Vesturafl.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri munu funda með forstöðumanni Vesturafls.

7.Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29. júní 2016, um skatttekjur og laun janúar til maí 2016.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri fer yfir minnisblað um skatttekjur og laun janúar til maí 2016.
Edda María Hagalín, yfirgefur fundinn kl. 09:04

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:51

8.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018 - 2016060092

Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní sl., með viðmiðunartöflu fyrir fulltrúa í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

9.Samráð sveitarstjórna við íbúa - 2016060094

Lagt er fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Ólafs Kr. Hjörleifssonar, f.h. innanríkisráðherra, dags. 24. júní sl., varðandi íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Rafbílar - átak í innviðum - 2016060096

Lagður er fram tölvupóstur Jakobs Björnssonar, f.h. Orkusjóðs, dags. 29. júní sl., ásamt auglýsingu um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
Lagt fram til kynningar.

11.Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

Hátíðarnefnd lagði til á 10. fundi sínum sem fram fór 28. júní sl. að drög að dagskránni yrðu kynnt fyrir bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

12.Þátttaka Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016 - 2016060019

Umræður um þátttöku Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016
Lagt fram til kynningar.

13.Fyrirspurn varðandi heimsókn til Færeyja í tilefni 20 ára gjafar leikskólans á Flateyri - 2016070001

Lögð er fram fyrirspurn Daníels Jakobssonar varðandi hugsanlega heimsókn Ísafjarðarbæjar til Færeyja í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Færeyjar gáfu leikskólann á Flateyri.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi svar:

"Nú á árinu 2016 eru 20 ár liðin frá því að Færeyingar styrktu Íslendinga myndarlega vegna snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Færðu þeir þorpunum að gjöf hús undir leikskóla, eitt á hvorn stað. Gjafirnar hafa nýst vel og íbúar jafnan minnst þeirra með miklum hlýhug. Sú hugmynd hefur að undanförnu verið í skoðun að Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur sýni Færeyingum þakklæti sitt og heimsæki Færeyjar til að minnast þessarar aðstoðar sem okkur barst frá vinum okkar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um þátttöku Ísafjarðarbæjar í hugsanlegri ferð en sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur heimilað þátttöku hreppsins.

Í ljósi þess mikla fiskeldis sem er í burðarliðnum í Ísafjarðardjúpi var rætt að nýta jafnframt tækifærið til þess að heimsækja fiskeldisfyrirtækið Bakkafrost og kynnast fiskeldi í Færeyjum. Það væri jafnframt við hæfi að Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur heimsæktu með einhverjum hætti vinabæi sína í ferðinni.

Í aðdraganda fundar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar með sendiherra Færeyja á Íslandi, Petur Petersen, þann 6. maí síðastliðinn, nefndi bæjarstjóri þá hugmynd við sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að gera út heimsókn til Færeyja og þakka gjafir Færeyinga forðum. Sveitarstjóri Súðavíkur hafði áður heyrt þessa hugmynd og varð það úr að sveitarstjóri slóst í hóp bæjarstjóra, sendiherra Færeyja og danska konsúlsins á hádegisverðarfund 6. maí, þar sem málið var reifað við sendiherrann. Tók sendiherrann vel í hugmyndina og sagðist reiðubúinn til aðstoðar ef til kæmi, nefndi hann meðal annars hugsanlegar tímasetningar og þótti lok ágúst eða fyrrihluti september einna heppilegast.

Heppileg tímasetning miðað við dagskrá haustsins í sveitarstjórnarmálum væri að ferðin til Færeyja yrði farin að kvöldi fimmtudags 15. september og flogið heim aftur á sunnudagsmorgni 18. september. Væri þá gert ráð fyrir að nýta föstudaginn til að kynnast fiskeldi Færeyinga. Á laugardeginum mætti afhenda táknræna gjöf til Færeyinga með viðhöfn. Ég hef kannað hvort forseti Íslands eða ríkisstjórn Íslands vilji eiga fulltrúa í ferðinni eða hafi einhverjar athugasemdir við fyrirætlanirnar. Utanríkisráðuneytið gerir engar athugasemdir en segir of mikið fyrirtæki að blanda forseta Íslands í málið og að fulltrúi ríkisstjórnar yrði nýr aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, Pétur Gunnar Thorsteinsson. Miðað við upplýsingar frá aðalræðismanni væri best að hugsanleg ferð yrði skipulögð í samráði við sendiherra Færeyja, Petur Petersen, og aðalræðismaður svo upplýstur um gang mála.

Reifað hafði verið að frá Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi færu bæjarstjóri og sveitarstjóri ásamt einhverjum fulltrúum fiskeldisfyrirtækja á svæðinu og e.t.v. tveimur fulltrúum úr hvorri sveitarstjórn."

14.Göngustígar í Ísafjarðarbæ - 2016070002

Umræður um göngustíga í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð sendir málið til nánari útfærslu útivistarstíga í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

15.Hátíðarnefnd - 10 - 1606024F

Fundargerð 10. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 28. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 171 - 1606023F

Fundargerð 171. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 29. júní sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:36.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?