Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
923. fundur 21. mars 2016 kl. 08:05 - 08:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram umsókn Gróu Maríu Böðvarsdóttur, um endurnýjun rekstrarleyfis Krúsarinnar veitingahúss, dags. 17. desember 2015, til umsagnar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis Krúsarinnar veitingahúss.

2.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2016 - 2016030018

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 15. mars sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um afgreiðslu umsókna um styrki til félaga og félagasamtaka auk þess sem bæjarráð ákveður að þessu sinni jafnframt að veita þeim styrk sem þegar hafa sent inn umsókn um styrk.

Kristján Andri Guðjónsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.

3.Fasteignagjöld á íbúðir í útleigu til ferðamanna, gististaði - 2015080010

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. mars sl., varðandi gististaði í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á aðalskipulaginu og felur bæjarritara að gera tillögur að breytingum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Heimsókn frá Võru í Eistlandi - 2016030058

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa varðandi beiðni um samstarf sveitarfélagsins við hóp handavinnufólks frá Eistlandi vegna heimsóknar 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, um samstarf við Eistlendingafélag Íslands vegna heimsóknar árið 2017.

5.Umsókn um aukningu á stöðugildum - 2016030047

Umsókn frá leikskólanum Eyrarskjóli um aukningu á stöðugildum.
Bæjarráð óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna tillögu fræðslunefndar um að hækka stöðugildi sérkennslustjóra í Eyrarskjóli í 85% ótímabundið og stuðningsfulltrúa í 60% tímabundið fram að sumarlokun leikskóla.
Margrét Halldórsdóttir yfirgaf fundinn kl. 8:48.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:35

6.Mávagarður - Þybbu mannvirki - 2016030002

Hafnarstjórn telur rétt að vinna áfram eftir útfærslu Verkís og leggur til við bæjarstjórn að sú leið verði farin.
Bæjarráð samþykkir að stálið í þybbuna verði boðið út, en óskar eftir að viðauki verði lagður fyrir bæjarráð vegna framkvæmdarinnar.

7.Fræðslunefnd - 365 - 1603012F

Fundargerð 365. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 17. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 167 - 1603009F

Fundargerð 167. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Félagsmálanefnd - 407 - 1603006F

Fundargerð 407. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 15. mars sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 184 - 1603011F

Fundargerð hafnarstjórnar frá 184. fundi sem haldinn var 15. mars sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?