Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - 2016020019
Lagt er fram bréf Óttars Guðjónssonar, f.h. kjörnefndar Lánasjóðs Sveitarfélaga, dags. 22. febrúar sl., þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
2.Styrktarsjóður EBÍ 2016 - 2016020077
Lagt er fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 22. febrúar sl, varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ.
Lagt fram til kynningar.
3.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög - 2016010027
Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Drög að frumvarpi vegna þara og þangs - 2016010027
Lögð eru fram drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni), umsagnarfrestur er til 4. mars.
Lagt fram til kynningar.
5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 451 - 1602017F
Fundargerð 451. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 451 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 451 Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við nálgun á viðfangsefninu og óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu verkefnisins. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 451 Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að matsáætlun.
Nefndin telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar. Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum.
Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt er að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að 1 sjómílu frá grunnlínu.
Inga S. Ólafsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?