Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084
Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarráð á 166. fundi sínum að Vestri fengi yfirráð yfir Vallarhúsinu á Torfnesi. Gerður yrði samningur um notkun hússins til eins árs í upphafi. Nefndin fól starfsmanni að gera drög að samningi, í samstarfi við HSV fyrir hönd Vestra. Drög að samningnum verði lögð fyrir nefndina áður en hann verður undirritaður.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði drög að samningi við Vestra vegna Vallarhússins á Torfnesi.
2.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007
Vísað frá 166. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarráð á 166. fundi sínum að gengið yrði til samninga við GÍ á grundvelli fjárhagsáætlunar 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sambærilegum uppbyggingarsamningi við GÍ og gerður var árið 2015.
3.Ársskýrsla 2015 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2016020049
Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2015, sem unnin er af Þorbirni J. Sveinssyni, slökkviliðsstjóra í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.
4.Úthlutun 2015 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2014090008
Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, dags. 17. febrúar sl., um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.
5.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026
Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. febrúar sl., ásamt umsókn Kristófers Loga Arnarsonar, dags. 2. febrúar sl., um rekstrarleyfi til sölu heimagistingar.
Lagt fram til kynningar.
6.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026
Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. febrúar sl., ásamt umsókn Ískleif ehf., dags. 18. febrúar sl., um rekstrarleyfi til sölu íbúðagistingar.
Lagt fram til kynningar.
7.BsVest - rekstur og mögulegar úrbætur í málaflokki fatlaðra - 2016020065
Lögð er fyrir skýrsla R3-Ráðgjafar ehf.: Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, rekstur og mögulegar umbótaaðgerðir, sem útgefin var í janúar 2016, auk greinargerðar fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar vegna skýrslunnar.
Lagt fram til kynningar.
8.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052
Lagðar eru fram tilnefningar Arkitektafélags Íslands að dómurum í dómnefnd í samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefning Arkitektafélags Íslands á dómurum í dómnefnd í samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar verði samþykkt.
9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 140 - 1602011F
Fundargerð 140. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 11. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.
10.Fræðslunefnd - 364 - 1602014F
Fundargerð 364. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.
11.Hátíðarnefnd - 6 - 1602016F
Fundargerð 6. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 16. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.
12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 166 - 1602010F
Fundargerð 166. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:58.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?