Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048
Lagt er fram bréf Halldóru Vífilsdóttur, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 1. febrúar 2016 ásamt umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins á verkefninu "Snjóflóðavarnir á Ísafirði ofan Holtahverfis, uppsetning stoðvirkja", undirritað af Hafsteini Steinarssyni, dags. 28. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
2.Fjarðarstræti 2-6, viðhald 2016 - 2016020006
Lagðar eru fram upplýsingar um áætlað viðhaldframkvæmdir á fjöleignahúsinu Fjarðarstræti 2-6, Ísafirði, sem er að hluta til í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Ekki er gert ráð fyrir viðhaldinu í fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Framkvæmdastjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar var falið að óska eftir heimild frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar til að leita fjármögnunar á verkinu.
Bæjarráð samþykkir erindið.
3.Samband íslenskra sveitarfélaga, fundur um samstarf, lög um opinber fjármál - 2016020019
Lagður er fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. febrúar sl., vegna fundar um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál sem haldinn verður 18. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
4.Atvinnuþróunarsamningur - 2010080057
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða verði samþykkt. Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar jafnframt eftir því að Atvinnuþróunarfélagið sendi nefndinni skýrslu eftir að fjármagnið hefur verið nýtt með sundurliðaðri nýtingu þess milli markaðssetningar og viðburða.
Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar.
5.Viðverustefna Ísafjarðarbæjar - 2015060083
Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, dags. 4. febrúar sl., um stefnu og viðbrögð Ísafjarðarbæjar vegna fjarvista og endurkomu til vinnu.
Lagt fram til kynningar.
6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 4. febrúar sl., varðandi útgáfu viðauka, ásamt drögum að verklagsreglum um viðauka.
Lagt fram til kynningar.
7.Sumarlokun bæjarskrifstofu 2016 - 2015060049
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 3. febrúar sl., varðandi sumarlokun bæjarskrifofu.
Lagt fram til kynningar.
8.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 131 - 1602001F
Fundargerð 131. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 4. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:42.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?