Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005
Lögð er fram tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, oddvita framsóknarmanna í Ísafjarðarbæ, frá 4. janúar sl., um að bæjarstjóra verði falið að ræða við yfirstjórn Flugfélags Íslands um hvernig hún hafi hugsað sér að bæta í þjónustu við flug til Ísafjarðar með fækkun véla.
Bæjarráð samþykkir tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar og hefur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands samþykkt að koma til fundar við bæjarráð 25. janúar n.k.
2.Sumarróló á Suðureyri - 2014030066
Lagt er fram bréf Bryndísar Ástu Birgisdóttur, formanns kvenfélagsins Ársólar, Suðureyri, móttekið 31. desember sl., þar sem lagt er til að framkvæmdir verði á Sumarróló á Suðureyri.
Bæjarráð tekur vel í tillöguna og óskar eftir að kvenfélagið Ársól setji sig í samband við Hverfisráð Súgandafjarðar og felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að fylgja málinu eftir.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078
Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078
Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstöðu leigjenda og leigusala), 399. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Félagafrelsi starfsmanna Ísafjarðarbæjar - 2015120030
Lagt er fram bréf Finnboga Sveinbjörnssonar, formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dags. 10. desember sl., um skerðingu félagafrelsis auk minnisblaðs Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, frá 21. desember sl. varðandi sama efni.
Bæjarráð þakkar Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fyrir ábendinguna og bendir á að misskilningurinn sem um ræddi hjá Ísafjarðarbæ hefur þegar verið leiðréttur.
6.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015 - 2015090039
Lagt er fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Elínar Pálsdóttur, f.h. jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 17. desember sl., vegna uppgjörs framlaga sjóðsins til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
7.Skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 2015120044
Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Hermanns Sæmundssonar, f.h. jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 17. desember sl., þar sem tilkynnt er um skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
8.Álagning fasteignagjalda 2016 - 2016010015
Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 8. janúar sl., varðandi breytingar á reglum um afslætti fasteignagjalda fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
9.Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024
Á 363. fundi fræðslunefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að hækka stöðu sérkennslustjóra á Eyrarskjóli úr 40% í 65%, í framhaldi mun skóla- og sérkennslufulltrúi meta þörf fyrir enn hærra stöðugildi. Búið er að afgreiða 100% stöðu stuðningsfulltrúa, en beðið verður með afgreiðslu 60% stuðningsfulltrúa á meðan greining fer fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka og leggja fram við bæjarráð.
10.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2015 - 2015020104
Lögð er fram til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 11. desember sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 139 - 1512021F
Fundargerð 139. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 7. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
12.Fræðslunefnd - 363 - 1512019F
Fundargerð 363. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 164 - 1512020F
Fundargerð 164. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?