Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042
Á 23. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar vísaði nefndin tillögum tæknideildar Ísafjarðarbæjar um breytingu á snjómokstursreglum til bæjarstjórnar og lagði til að þær yrðu samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Lagt fram til kynningar.
2.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034
Á 23. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillögur upplýsingafulltrúa um breytingu á erindisbréfi nefndarinnar og bæjarmálasamþykktum og drög að erindisbréfi fjallskilanefndar yrðu samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Lagt fram til kynningar.
3.Fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis - 2014090018
Lagður er fram tölvupóstur Valdimars Svavarssonar hjá Virðingu, frá 2. desember sl., auk viðauka við veðsamning dags. 28. júlí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi skjöl fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
4.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048
Lagt er fram bréf Önundar Jónssonar, f.h. íbúa Kjarrholts, dags. 5. desember sl., vegna snjóflóðavarna í Kubba.
Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir áréttingar og bendir á að málið er í ferli.
5.Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005
Lagt er fram bréf Hjördísar Stefánsdóttur f.h. innanríkisráðherra, dags. 26. nóvember sl., með upplýsingum um stjórnsýslukæru.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu.
6.Brennur, flugeldasölur og flugeldasýningar 2015 - 2015120029
Lagðar eru fram eftirfarandi umsóknir:
Umsókn Björgunarsveitarinnar Bjargar um leyfi til skoteldasýningar 31. desember n.k. á Hlaðsnesi.
Umsókn Ísafjarðarbæjar um leyfi fyrir brennu 31. desember n.k. í Hnífsal.
Umsókn Björgunarsveitarinnar Sæbjargar fyrir leyfi til sölu á skoteldum í smásölu á Flateyrarhöfn.
Umsókn Björgunarsveitarinnar Bjargar um leyfi til skoteldasýningar 31. desember n.k. á Hlaðsnesi.
Umsókn Ísafjarðarbæjar um leyfi fyrir brennu 31. desember n.k. í Hnífsal.
Umsókn Björgunarsveitarinnar Sæbjargar fyrir leyfi til sölu á skoteldum í smásölu á Flateyrarhöfn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.
7.Hafnarstjórn - 182 - 1512005F
Fundargerð 182. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 8. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.
8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 447 - 1512002F
Fundargerð 447. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. desember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.
9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23 - 1511023F
Fundargerð 23. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?