Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
910. fundur 07. desember 2015 kl. 08:05 - 09:29 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að nefndarmenn í ungmennaráði fengju greitt fyrir fundarsetu.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 163 - 1511024F

Fundargerð 163. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 2. desember sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Hátíðarnefnd - 2 - 1511021F

Fundargerð 2. fundar Hátíðarnefndar sem haldinn var 1. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fræðslunefnd - 362 - 1511009F

Fundargerð 362. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 3. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar, sem haldinn 26. nóvember sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fasteignagjöld á íbúðir í útleigu til ferðamanna, gististaði - 2015080010

Lögð er fram fyrirspurn Ragnheiðar Hákonardóttur, dags. 4. desember sl., varðandi breytingu á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðum í útleigu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

7.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lagt er fram minnsiblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. desember sl., vegna beiðnar Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar um nýtingu á framkvæmdafé hverfisráðsins.
Bæjarráð samþykkir beiðni Hverfisráðs Eyrar og efribæjar um nýtingu á framkvæmdafé hverfisráðsins. Daníel Jakobsson sat hjá við ákvarðanatökuna.

8.Snjóflóðavarnir undir Kubba - 2010120048

Lagt er fram bréf undirritað af Gauta Geirssyni, f.h. 38 aðila, dags. 3. desember sl., þar sem skorað er á bæjarráð að láta óháða verkfræðistofu fara yfir snjóflóðavarnir í Kubba að teknu tilliti til rökstuðnings aðilanna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla svara við þeim spurningum sem fram komu í bréfinu.

9.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014, skuldahlutfall - 2015010057

Lagt er fram bréf Eiríks Benónýssonar og Þóris Ólafssonar f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 25. nóvember sl., þar sem fram kemur að ekki verði óskað frekari upplýsinga vegna fyrirspurnar í tengslum við skuldahlutfall Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

10.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram listi yfir verkefni bæjarstjóra sem honum hafa verið falin af bæjarráði eða bæjarstjórn.
Bæjarstjóri fer yfir stöðu verkefnanna.

11.Skeiðvöllur í Engidal - 2011100056

Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar lagði nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gengið yrði þegar í stað til samninga við hestamannafélagið Hendingu um heildaruppbyggingu mannvirkja á íþróttasvæði hestamanna í Engidal eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi.

12.Hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar - 2015120008

Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar lagði hún nefndin til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að settir verði upp hreyfivellir í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar með útiæfingatækjum sem nýtast myndu jafnt íþróttafólki sem almenningi til styrktar, þol- og liðleikaþjálfunar. Staðarval og nánari útfærsla verði unnin í samráði við hagsmunaaðila og notendur, svo sem íþróttafélög, skokkhópa og félag eldri borgara á hverjum stað.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur bæjarstjóra að skoða þá möguleika sem bjóðast.

13.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Á 163. fundi íþrótta- og tómstundanefndar mælti nefndin með því við bæjarstjórn að gengið yrði til uppbyggingarsamninga við Skotíþróttafélag Ísafjarðar á grundvelli þeirrar áætlunar sem fram kemur í bréfi Skotíþróttafélags Ísafjarðar.
Bæjarráð felur umhverfissviði að fara yfir tillögu um gerð uppbyggingarsamnings við Skotíþróttafélag Ísafjarðar og kostnaðaráætlun.

14.Beiðni um lagfæringu á vegi - 2015110079

Lagt er fram bréf Guðbjarts Jónssonar, forseta Kiwanisklúbbsins Bása, ódags., móttekið 6. nóvember sl., þar sem óskað er eftir að vegurinn að húsi klúbbsins verði lagfærður.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið í samstarfi við sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs.

15.Viðauki 14 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram frumdrög að viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna fjárfestinga ársins 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

16.Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram frumdrög að viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna fræðslumála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

17.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lagt er fram rekstraryfirlit fyrir september 2015. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir október 2015 af Helgu Ásgeirsdóttur, dags. 4. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:29.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?