Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
904. fundur 26. október 2015 kl. 08:05 - 08:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram til umræðu verkefnalisti bæjarstjóra.
Lagt fram til kynningar.
Helga Ásgeirsdóttir, staðgengill fjármálstjóra, mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:17.

2.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lagt er fram mánaðaryfirlit Ísafjarðarbæjar sem tekið er saman í október 2015.
Lagt fram til kynningar.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgaf fundinn kl. 8:22.

3.Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar - endurskoðun 2014/2015 - 2014050024

Lögð er fram tillaga að breytingum á innkaupareglum Ísafjarðarbæjar.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

4.Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins varðandi ársfjórðungsuppgjör og fjölgun starfsmanna í bókhaldi - 2015080056

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. október sl., um 9 mánaða uppgjör 2015.
Bæjarráð samþykkir að gert verði 9 mánaða uppgjör samstæðu Ísafjarðarbæjar af utanaðkomandi aðila.

5.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 21. október sl., varðandi ofanflóðavarnir í Kubba.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að hafist verði handa við næsta áfanga í ofanflóðavörnum við Holtahverfi.

6.Rekstur LRÓ 2015-2016 - 2015090059

Tekið er fyrir að nýju erindi LRÓ frá 902. fundi bæjarráðs og lagt fram skjal með áhrifum hækkunar framlagsins til LRÓ á fjárhagsáætlun.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við málið.

7.Kaup á vélsleða á skíðasvæðið - 2015100048

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. október sl., með beiðni um kaup á vélsleða.
Bæjarráð samþykkir beiðni um kaup á vélsleða fyrir skíðasvæðið.

8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027

Lagt er fram bréf Hinriks Greipssonar og Jóhanns Guðmundssonar, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 20. október sl., með niðurstöðu um úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

9.Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, frá 23. október sl., vegna afmælis Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar 2016.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunar 2016.

10.Suðureyri - óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2015100006

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 verði samþykkt og að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem einungis er um fjölbreyttari landnotkun að ræða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

11.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir heimild Skipulagsstofnunar til birtingar deiliskipulags Suðurtanga, Ísafirði, í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

12.Dagverðardalur 16 - stofnun lóðar - 2015100033

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin Dagverðardalur 16 verði stofnuð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 444 - 1510006F

Fundargerð 444. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?