Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
897. fundur 07. september 2015 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga - 2015010049

Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 1. september n.k. um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2015.
Lagt fram til kynningar.

2.Lokun efnislosunarsvæðis - 2015090001

Lagt er fram bréf Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 1. september sl., þar sem tilkynnt er um lokun efnislosunarsvæðis í fjörunni við Hnífsdalsveg.
Lagt fram til kynningar.

3.Aðalfundur Hvetjanda 2015 - 2015090010

Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Hvetjanda hf., sem haldinn verður 16. september n.k. kl. 11:00 á Hótel Ísafirði.
Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

4.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015 - 2015090016

Lögð er fram frétt um dag íslenskrar náttúru sem haldinn verður hátíðlegur 16. september n.k. og óskað eftir upplýsingum um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins varðandi ársfjórðungsuppgjör og fjölgun starfsmanna í bókhaldi - 2015080056

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. september n.k., með umsögn um tillögu fulltrúa sjálfstæðisflokksins varðandi ársfjórðungsuppgjör og fjölgun starfsmanna í bókhaldi Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá tilboð í ársfjórðungsuppgjör og koma með drög að viðauka. Tillaga um fjölgun starfsmanna í bókhaldsdeild bæjarins er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

6.Tillaga um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I - 2015080081

Lögð er fyrir tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar um kaup íbúða á Hlíf I, sem frestað var á 364. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur Marzellíusi Sveinbjörnssyni að umorða tillöguna og leggja fram að nýju á næsta bæjarráðsfundi.

7.Strandblakvellir í Tungudal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2015060080

Umsókn blakfélagsins Skells um framkvæmdaleyfi sem lögð var fyrir á 895. fundi bæjarráðs lögð aftur fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar umsókninni um framkvæmdaleyfi til bæjarstjórnar.

8.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Lagt er fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur og Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 4. september sl., með svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi skjalageymslur Ísafjarðarbæjar.
Daníel Jakobsson, fulltrúi sjálfstæðisflokksins í bæjarráði leggur fram eftirfarandi bókun:

"Ég vil þakka fyrir ítarlega greinagerð á þessu máli og greinagóð svör.
Á það má þó benda að þessi greinagerð hefði átt að liggja fyrir áður en ákvörðun var tekin í þessu umfangsmikla máli.

Einnig er vakin athygli á því að kostnaður við innri leigu til Ísafjarðarbæjar er talinn fram sérstaklega sem sparnaður en sú leiga er ekki í takt við markaðsleigu og dregur ekki úr útgjöldum samstæðu Ísafjarðarbæjar. Einnig tel ég að kostnaður sé vanáætlaður. Jafnframt sannfærir umrætt minnisblað mig um að mögulegt hefði verið að finna viðunandi lausn sem hefði kostað bæjarbúa minna."

9.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Lögð er fram fundargerð Ofanflóðavarna Ísafjarðar, byggða neðan Gleiðarhjalla, frá 20. ágúst 2015.
Lögð fram til kynnningar.

10.Fundargerðir Fjórðungssamband Vestfirðinga - 2014090054

Lagðar eru fram fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldnir voru 3. júlí sl. og 20. ágúst sl.
Lagðar fram til kynningar.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 136 - 1508004F

Lögð er fram fundargerð 136. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 17. ágúst sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 159 - 1508016F

Lögð er fram fundargerð 159. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 2. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?