Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
891. fundur 29. júní 2015 kl. 08:05 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi, er í sumarfríi og mætir Jónas Þór Birgisson, varamaður, í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Rætt verður um næstu skref fjárhagsáætlunar 2016.
Umræður fóru fram í kjölfar vinnufundar sem haldinn var fimmtudaginn 25. júní 2015. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar heldur áfram í sumar.

2.Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

Lögð er fram umsókn Sigurrósar Sigurðardóttur um endurnýjun rekstrarleyfis gistiskála í Sútarabúðum í Grunnavík, dags. 3. júní sl., ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 23. júní sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun leyfisins.

3.Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

Lögð er fram umsókn Litlabýlis Guesthouse ehf. um rekstrarleyfi gistiheimilis í flokki II að Eyrarvegi 13, Flateyri, dags. 23. júní sl., ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 23. júní sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

4.Ungmennaráð og öldungaráð - Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Lagðar eru fram tillögur að breytingum á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar vegna öldungaráðs og ungmennaráðs til annarrar umræðu.
Bæjarráð samþykkir breytingarnar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Fráveituútrásír á Þingeyri - 2011010046

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. júní sl., þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. um verkið "Fráveituútrásir á Þingeyri".
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. um verkið "Fráveituútrásir á Þingeyri" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar og að verkefnið verði minnkað í samráði við umhverfisfulltrúa.

6.Listamannaþing 2015 - 2015050021

Lagt er fram bréf Félags vestfirskra listamanna, sem barst 22. júní sl., þar sem Félag vestfirskra listamanna hvetur Ísafjarðarbæ til að halda barnamenningarhátíð á Vestfjörðum.
Þökkum Félagi vestfirskra listamanna fyrir erindið. Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningamálanefndar að fengnum tillögum íþrótta- og tómstundafulltrúa.

7.Vestfjarðavíkingurinn 2015 - 2015020099

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. júní sl., þar sem fram kemur tillaga Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra um að bæjarráð samþykki styrkveitingu að fjárhæð kr. 200.000,- til Vestfjarðavíkingsins 2015.
Bæjarráð samþykkir að veita Vestfjarðavíkingnum umbeðinn styrk.

8.Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2012-2015 - 2012070021

Lagt er fram bréf Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, f.h. stjórnar Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dags. 24. júní sl. þar sem óskað er stuðnings við Hlaupahátíðina á Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Hlaupahátíðina á Vestfjörðum um kr. 50.000,- og veita aðra aðstoð í samráði við bæjarstjóra.

9.Útboð á fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis - 2014090018

Lagt er fram tilboð í endurfjármögnun á Hjúkrunarheimilinu á Ísafirði, þar sem Ísafjararbær gæfi út skuldabréf að fjárhæð 1,1 milljarður króna. Lagt er til að bæjarráð samþykki tilboð í útgáfu og sölu skuldabréfs vegna hjúkrunheimilis með veði í fasteigninni Eyri og leigutekjum sbr. ákvæði tilboðsins og að bæjarstjóra verði falið að vinna að frágangi málsins.
Bæjarráð samþykkir tilboð í fjármögnun með útgáfu og sölu skuldabréfs vegna hjúkrunarheimilis að fjárhæð kr. 1.100.000.000,- með veði í fasteigninni Eyri (fastnr. 233-6788) og leigutekjum sbr. ákvæði tilboðs. Bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita nauðsynleg gögn og falið að vinna að frágangi málsins.

10.Skráning fasteigna og fasteignamat 2012-2015 - Tilkynningar - 2011100014

Lagt er fram bréf Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár Íslands, dags. 24. júní sl., vegna fasteignamats 2016.
Lagt fram til kynningar.

11.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Lögð er fram til kynningar fundargerð fundar Framkvæmdasýslu ríkisins sem haldinn var 11. júní sl., vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla.

Rætt var um hvort fráveitukerfi Ísafjarðar ráði við það aukna magn sem mun fara í gegn um lagnirnar eftir að ofanflóðavörnum lýkur og felur bæjarstjóra að senda erindi til ofanflóðasjóðs vegna þessa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra einnig óska að eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins að hefja undirbúning við snjóflóðavarnir í Kubba.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 09:02

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:42

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 437 - 1506018F

Fundargerð 437. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15 - 1506014F

Fundargerð 15. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 25. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051

Fundargerð 47. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 18. júní sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerð 48. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 26. júní sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?