Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Menningarmiðstöð - fjárframlög - 2013070023
Lagður er fram samningur milli Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og Ísafjarðarbæjar, sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki bæjarráðs 22. apríl sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verður samþykktur.
2.Samgönguáætlun 2014-2018 - 2015040052
Lögð er fram til kynningar áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga til Alþingis og ríkisstjórnar um fjárveitingar til samgöngumála dags. 22. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.
3.Hugsanlegt vinabæjarsamstarf við Les Sables-d'Olonne - 2015020117
Bæjarstjóri fer yfir málið á fundinum.
Bæjarstjóri leggur fram svar við fyrirspurn Kristínar Hálfdánsdóttur, frá 20. mars sl.
Einnig var rætt almennt um heimsókn Örnu Láru Jónsdóttur, formanns bæjarráðs og Gísla Halldórs Halldórsson, bæjarstjóra.
Einnig var rætt almennt um heimsókn Örnu Láru Jónsdóttur, formanns bæjarráðs og Gísla Halldórs Halldórsson, bæjarstjóra.
4.Aukning strandveiðiafla - 2015040055
Lagt er fram til kynningar bréf Landssambands smábátaeigenda, dags. 21. apríl sl.
Lagt fram til kynningar. Formaður bæjarráðs kynnti að lögð verði fram bókun vegna málsins á næsta fundi bæjarstjórnar.
5.Fyrirspurn varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja - 2015040054
Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar varðandi áætlaðan kostnað við upphitun á knattspyrnuvelli og fleira tengt uppbyggingu íþróttamannvirkja, frá 24. apríl sl.
Lagt var fram eftirfarandi svar við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar um uppbyggingu íþróttamannvirkja:
"Eins og bæjarfulltrúum á að vera kunnugt hefur ekki verið tekin ákvörðun um uppbyggingu gervigrasvallar á Torfnesi þó að Í-listinn hafi lýst skilningi á þörfinni fyrir slíka framkvæmd og vilja til að láta af henni verða.
Kostnaður af upphitun slíks gervigrasvallar á Torfnesi hefur ekki verið metin. Þó hefur því verið haldið fram af einstaklingum sem þykjast til þekkja að fjárfestingarkostnaður vegna upphitunar gæti verið á bilinu 10-30 milljónir króna og hitunarkostnaður um 5-10 milljónir króna árlega. Nákvæmari upplýsinga verður svo leitað frá þeim sveitarfélögum sem farið hafa þessa leið. Slík upphitun gæti að öllum líkindum verið svo gagnleg nýtingu vallarins og íþróttinni að til mikils er vinnandi að hún verði hluti af umræddum framkvæmdum.
Annars staðar á Íslandi hafa sjávarútvegs- og orkufyrirtæki komið að framkvæmdum vegna knattspyrnumannvirkja, auk þess sem alltaf eru í boði styrkir frá KSÍ. Ekki er enn hægt að fjölyrða um slíka aðkomu hér í Ísafjarðarbæ, þó vissulega gæti hún auðveldað verkin.
Ekki er til áætlun um fjölgun notkunardaga, en áhugamenn hafa rætt um lengingu notkunar upp í allt að 10-12 mánuði á ári. Líklegt er að nýtingartíminn verði a.m.k. jafn langur og á Akureyri og Húsavík sem alla jafna eru snjóþyngri og vetrarkaldari svæði en Ísafjörður."
"Eins og bæjarfulltrúum á að vera kunnugt hefur ekki verið tekin ákvörðun um uppbyggingu gervigrasvallar á Torfnesi þó að Í-listinn hafi lýst skilningi á þörfinni fyrir slíka framkvæmd og vilja til að láta af henni verða.
Kostnaður af upphitun slíks gervigrasvallar á Torfnesi hefur ekki verið metin. Þó hefur því verið haldið fram af einstaklingum sem þykjast til þekkja að fjárfestingarkostnaður vegna upphitunar gæti verið á bilinu 10-30 milljónir króna og hitunarkostnaður um 5-10 milljónir króna árlega. Nákvæmari upplýsinga verður svo leitað frá þeim sveitarfélögum sem farið hafa þessa leið. Slík upphitun gæti að öllum líkindum verið svo gagnleg nýtingu vallarins og íþróttinni að til mikils er vinnandi að hún verði hluti af umræddum framkvæmdum.
Annars staðar á Íslandi hafa sjávarútvegs- og orkufyrirtæki komið að framkvæmdum vegna knattspyrnumannvirkja, auk þess sem alltaf eru í boði styrkir frá KSÍ. Ekki er enn hægt að fjölyrða um slíka aðkomu hér í Ísafjarðarbæ, þó vissulega gæti hún auðveldað verkin.
Ekki er til áætlun um fjölgun notkunardaga, en áhugamenn hafa rætt um lengingu notkunar upp í allt að 10-12 mánuði á ári. Líklegt er að nýtingartíminn verði a.m.k. jafn langur og á Akureyri og Húsavík sem alla jafna eru snjóþyngri og vetrarkaldari svæði en Ísafjörður."
6.Frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl - 2015020078
Lagt er fram frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl, 691. mál.
Lagt fram til kynningar.
7.Frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld - 2015020078
Lagt er fram frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld, 692. mál.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð - 2015020078
Lagt er fram frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál auk draga að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
9.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu - 2015020078
Lagt er fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, 561. mál auk draga að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
10.Fræðslunefnd - 355 - 1504009F
Fundargerð 355. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 21. apríl sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 433 - 1504017F
Fundargerð 422. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. apríl sl., fundargerðin er í einum lið.
Kristján Haraldsson og Sölvi Sólbergsson, frá Orkubúi Vestfjarða, mættu til fundarins til að ræða gerð aðalskipulags vegna veitu úr Stóra Eyjavatni.
Gestir fundarins yfirgáfu fundinn kl. 09:20
Gestir
- Kristján Haraldsson - mæting: 08:30
- Sölvi Sólbergsson - mæting: 08:30
- Brynjar Þór Jónasson - mæting: 08:30
- Sigurður Hreinsson - mæting: 08:30
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?