Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Tjaldsvæði Tungudalur 2015 - 2014090032
Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við G.I. Halldórsson á grundvelli aðaltilboðs í verkið Tjaldsvæðið í Tungudal.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við G.I. Halldórsson ehf. vegna Tjaldsvæðisins í Tungudal að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
2.Tómstundir barna á Þingeyri - akstur strætisvagna - 2015030063
Lagður er fram tölvupóstur Signýjar Þallar Kristinsdóttur, f.h. Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, frá 16. mars sl., þar sem óskað er eftir viðbótar ferðum í tengslum við skíðaæfingar við íþróttaskóla HSV milli Þingeyrar og Ísafjarðar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að skoða málið áfram.
3.Hverfisráð Súgandafjarðar - 2011030002
Lagt er fram bréf Magnúsar S. Jónssonar, f.h. Hverfisráðsins í Súgandafirði, dags. 10. mars sl., vegna pottaaðstöðu við sundlaugina á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
4.Hverfisráð Súgandafjarðar - 2011030002
Lögð er fram fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Súgandafjarðar frá 4. mars sl.
Lögð fram til kynningar.
5.Gatnagerð á Flateyri 2014 - 2014010006
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, þar sem hann leggur til að gengið verði til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í verkið „Gatnagerð á Flateyri“. Aðeins þetta eina tilboð barst.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. vegna gatnagerðar á Flateyri að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
6.Afhending Eyrarrósarinnar 2014 - 2015030071
Lagður fram tölvupóstur Hönnu Styrmisdóttur, stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, dagsettur 18. mars sl., ásamt bréfi, þar sem upplýst er að Eyrarrósin verði afhent við hátíðlega athöfn á Ísafirði þann 4. apríl næstkomandi. Stjórn Eyrarrósarinnar fer þess á leit við bæjarstjórn að bæjarstjóri ávarpi gesti og bjóði til móttöku að afhendingu lokinni.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að skipuleggja viðburðinn í samstarfi við Listahátíð Í Reykjavík.
7.Heimkomuhátíð - 2015030073
Lagt er fram til kynningar minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 19. mars sl., um heimkomuhátíðina 2015.
Lagt fram til kynningar.
8.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 20. mars sl., vegna fundar með íbúum Kjarrholts í kjölfar rýmingar vegna snjóflóðahættu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið.
9.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020
Lagt fram bréf Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 16. mars sl., þar sem boðað er til ársfundar Náttúrustofu þann 15. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
10.Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - byggingarleyfi - Sæstrengur Arnarfirði - 2014050056
Lagt fram bréf Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dagsett 17. mars sl., þar sem óskað er eftir öllum gögnum Ísafjarðarbæjar er varða rafstreng er liggur í sjó yfir Arnarfjörð. Óskað er eftir þessum gögnum vegna rannsóknar sakamáls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afhenda þau gögn sem óskað er eftir.
11.Styrkbeiðni vegna forvarnarstarfs. - 2009010048
Lagt fram bréf Saman-hópsins, dagsett 15. mars sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna forvarnastarfs.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
12.Asahláka í febrúar 2015 - lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033
Lagt fram minnisblað Verkís, dagsett 9. mars sl., vegna asahláku sem varð í Ísafjarðarbæ 8. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
13.Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði - 2013110015
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 13. mars sl., ásamt starfsleyfi ÍS 47 ehf. fyrir fiskeldi í Önundarfirði.
Lagt fram til kynningar.
14.Hugsanlegt vinabæjarsamstarf við Les Sables-d'Olonne - 2015020117
Lagður fram tölvupóstur Kristínar Hálfdánsdóttur, bæjarfulltrúa, dagsettur 20. mars sl., þar sem óskað er eftir svörum við eftirtöldum spurningum varðandi ferð embættismanna til Les Sables-d'Olonne í Frakklandi.
1.
Hvert er markmið ferðarinnar?
2.
Hverjir fara á vegum Ísafjarðarbæjar?
3.
Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna þessar ferðar?
1.
Hvert er markmið ferðarinnar?
2.
Hverjir fara á vegum Ísafjarðarbæjar?
3.
Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna þessar ferðar?
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
15.Fræðslunefnd - 354 - 1503012F
354. fundur fræðslunefndar, haldinn 19. mars 2015.
Lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:48.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Arna Lára Jónsdóttir er fjarverandi, Sigurður Hreinsson situr fundinn í hennar stað.