Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
871. fundur 26. janúar 2015 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Gísli Halldór Halldórsson
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Kaplaskjól 2 Engidal - byggingarleyfi fyrir hesthúsi - 2007100029

Lagt fram afrit af bréfi Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, til Hestamannafélagsins Hendingar, dags 21. janúar sl.,vegna húsnæðismála félagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Vatnsleki við sjúkrahúsið á Torfnesi - 2015010063

Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 23. janúar sl., vegna vatnsleka við sjúkrahúsið á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir að fella niður reikning frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar að fjárhæð kr. 280.754,-, í samræmi við beiðni Heilbrigðisstofnunarinnar, dags. 13. janúar sl.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lagður fram 1. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, frá Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra. Viðaukinn er gerður til að mæta aukinni þörf fyrir starfsfólk á leikskólanum Tjarnarbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

4.Umsóknir um undanþágur til að starfa í verkfalli 2015 - 2015010020

Lagt fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dagsett 23. janúar 2015, og varðar lista yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.
Bæjarráð staðfestir framlagða auglýsingu.

5.Félagsmálanefnd - 394 - 1501011F

394. fundur - 22. janúar sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Lagt er fram svar Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 26. janúar 2015, við fyrirspurn Daníels Jakobssonar og Kristínar Hálfdánsdóttur frá 19. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?