Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
869. fundur 12. janúar 2015 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra dags. 9. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðaryfirlit 2014 - 2014090065

Lagt er fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokka 30. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:16 og yfirgefur fundinn kl. 08:23.

3.Unglingadeildin Hafstjarnan - 70 ára afmæli - 2015010051

Lagt er fram bréf Teits Magnússonar, f.h. Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar, dags. 8. janúar sl., þar sem fulltrúum bæjarstjórnar er boðið í 70 ára afmælisveislu Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar.
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

4.Málefni innflytjenda, ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - 2015010049

Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri þremur ábendingum um málefni innflytjenda.
Bæjarráð þakkar ábendingarnar og vísar áfram til félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

5.Veraldarvinir - sjálfboðaliðar - 2015010027

Lagður er fram tölvupóstur Þórarins Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldarvina, frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

6.Réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ - 2015010054

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 9. janúar sl., varðandi réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð staðfestir að atvinnulausir fái frítt í sund og strætó þar til annað verður ákveðið

7.Þjónustukönnun fyrir sveitarfélög 2015 - 2015010052

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ólafsdóttur, starfsmanns Capacent, frá 8. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að kaupa skýrslu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð ákveður að hafna boðinu um kaup á skýrslunni vegna lítils úrtaks.

8.Ársskýrsla 2014 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2015010016

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2014.
Lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015 - 2014090054

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 27. nóvember og 9. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

10.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 130 - 1412009F

130. fundur - 22. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 352 - 1501003F

352. fundur - 8. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 176 - 1501005F

176. fundur - 6. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 424 - 1412012F

424. fundur - 7. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

14.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar Hverfisráðs Súgandafjarðar, sem haldinn var 10. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?