Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1322. fundur 14. apríl 2025 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Nanný Arna Guðmundsdóttir
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 7 - framkvæmdaáætlun Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2025, vegna tilfærslu á framkvæmdaáætlun Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar.



Lagt er til að hækka framkvæmdaáætlun Þjónustumiðstöðvar (áhaldahús) um 6,1 m.kr. vegna bifreiðar sem pöntuð var í ársbyrjun 2024 og á áætlun 2024 en kom ekki til landsins fyrr en í janúar 2025. Kaupverð tækisins er 10,1 m.kr. en gert er ráð fyrir að selja tæki í staðin fyrir um 0,5 m.kr. Búið er að fara yfir þörf á tækjakaupum á árinu 2025 og er lækkuð úr 32 m.kr. í 28,5 m.kr. til móts við aukningu vegna tækis sem var á áætlun 2024.



Lagt er til að lækka framkvæmdaáætlun Eignasjóðs um 6,1 m.kr. Tilfærslur eru gerðar vegna verktryggingar sem kom nú til greiðslu vegna framkvæmdar Eyrarskjóls árin 20192024 og nemur hún 8,2 m.kr. Ófyrirséðar framkvæmdir eru lækkaðar um 6,9 m.kr. og áætlun gatna er lækkuð um 6 m.kr. eða úr 88 m.kr. í 82 m.kr.



Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna tilfærslu á framkvæmdaáætlun Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar.

Lagt er til að hækka framkvæmdaáætlun Þjónustumiðstöðvar (áhaldahús) um 6,1 m.kr. vegna bifreiðar sem pöntuð var í ársbyrjun 2024 og á áætlun 2024 en kom ekki til landsins fyrr en í janúar 2025. Kaupverð tækisins er 10,1 m.kr. en gert er ráð fyrir að selja tæki í staðin fyrir um 0,5 m.kr. Búið er að fara yfir þörf á tækjakaupum á árinu 2025 og er lækkuð úr 32 m.kr. í 28,5 m.kr. til móts við aukningu vegna tækis sem var á áætlun 2024.

Lagt er til að lækka framkvæmdaáætlun Eignasjóðs um 6,1 m.kr. Tilfærslur eru gerðar vegna verktryggingar sem kom nú til greiðslu vegna framkvæmdar Eyrarskjóls árin 20192024 og nemur hún 8,2 m.kr. Ófyrirséðar framkvæmdir eru lækkaðar um 6,9 m.kr. og áætlun gatna lækkuð um 6 m.kr. eða úr 88 m.kr. í 82 m.kr.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Húsnæðisáætlun 2025 - 2024120009

Á 650. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 10. apríl 2025, voru lögð fram drög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.



Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir drög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlunina.

3.Kjarasamningar LSS - 2025010202

Lagt fram til kynningar erindi Berglindar Evu Ólafsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. mars 2025, varðandi nýjan kjarasamning við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028, en samningurinn var samþykktur með 73,44% atkvæða.
Lagt fram til kynningar.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 8 - kjarasamningar LSS - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2025, vegna nýrra kjarasamninga LSS.



Mánudaginn 24. mars 2025 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og var hann samþykktur 4. apríl. Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári, og hækka önnur laun og aðrar uppbætur í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum. Hækka þarf launaáætlun Slökkviliðs um 2.18.728,- kr. og Sjúkraflutninga um 848.384,- kr. Hagrætt var á móti hækkunum og áætlaður kostnaður lækkaður um 3.017.112 kr.



Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-.







Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna nýrra kjarasamninga LSS.

Mánudaginn 24. mars 2025 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og var hann samþykktur 4. apríl. Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári, og hækka önnur laun og aðrar uppbætur í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum. Hækka þarf launaáætlun Slökkviliðs um 2.18.728,- kr. og Sjúkraflutninga um 848.384,- kr. Hagrætt var á móti hækkunum og áætlaður kostnaður lækkaður um 3.017.112 kr.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 9 - NPA þjónusta - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2025, vegna veitingar á NPA þjónustu.



Brýn þörf á aukinni þjónustu frá 1. maí og er því tillaga frá sviðs- og félagsmálastjórum á Vestfjörðum um að úrræðið verði samþykkt. Kostnaðaraukinn nemur 20,1 m.kr. og er mætt með auknu framlagi frá Jöfnunarsjóði. Áætlun Velferðarþjónustu Vestfjarða hefur jafnframt verið uppfærð samhliða en hækkun er á þátttöku í sameiginlegum kostnaði til Ísafjarðarbæjar vegna þessa er um 1,1 m.kr. Framlög frá jöfnunarsjóði eru hækkuð til að mæta þessu. Færsla á ófyrirséðan kostnað er vegna misræmis á tekjum jöfnunarsjóðs og mf. aðkeyptri þjónustu m. v. lokaútgáfu áætlunar Velferðarþjónustu Vestfjarða og samþykktrar áætlunar og er sá mismunur því settur til aukningar á ófyrirséðum kostnaði.



Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna veitingar á NPA þjónustu.

Brýn þörf á aukinni þjónustu frá 1. maí og er því tillaga frá sviðs- og félagsmálastjórum á Vestfjörðum um að úrræðið verði samþykkt. Kostnaðaraukinn nemur 20,1 m.kr. og er mætt með auknu framlagi frá Jöfnunarsjóði. Áætlun Velferðarþjónustu Vestfjarða hefur jafnframt verið uppfærð samhliða en hækkun er á þátttöku í sameiginlegum kostnaði til Ísafjarðarbæjar vegna þessa er um 1,1 m.kr. Framlög frá jöfnunarsjóði eru hækkuð til að mæta þessu. Færsla á ófyrirséðan kostnað er vegna misræmis á tekjum jöfnunarsjóðs og mf. aðkeyptri þjónustu m. v. lokaútgáfu áætlunar Velferðarþjónustu Vestfjarða og samþykktrar áætlunar og er sá mismunur því settur til aukningar á ófyrirséðum kostnaði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-.

6.Útboð - Upplýsingatækniþjónusta fyrir Ísafjarðarbæ - 2025020145

Á 1316. fundi bæjarráðs, þann 3. mars 2025, var lagt fram til samþykktar minnisblað Steinars Darra Emilssonar, upplýsingatækni- og innkaupastjóra, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað var heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á eftirgreindri þjónustu, sem er samskonar og er nú þegar til staðar, þó með uppfærðum tæknilýsingum og kröfum:

a) Fjar- og vettvangsþjónusta

b) Hýsing og rekstur

c) Rekstur og vöktun á netumhverfi og netbúnaði



Bæjarráð samþykkti að boðin verði út upplýsingatækniþjónusta fyrir Ísafjarðarbæ í samræmi við framlögð drög að útboðslýsingu.



Hefur útboð nú farið fram, tilboð opnuð og gögn yfirfarin. Er nú lagt fram minnisblað Steinars Darra Emilssonar, verkefnastjóra tæknilausna og innkaupa, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 11. apríl 2025, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja að taka tilboði lægstbjóðanda í hverjum hluta útboðs um upplýsingatækniþjónustu:



a) Fjar- og vettvangsþjónusta - Origo, fjárhæð kr. 39.672.000 ISK

b) Hýsingar- og rekstrarþjónusta - Advania, fjárhæð kr. 28.847.313 ISK

c) Netrekstur - Snerpa, fjárhæð kr. 34.432.488 ISK

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að taka tilboði lægstbjóðanda í hverjum hluta útboðs um upplýsingatækniþjónustu:

a) Fjar- og vettvangsþjónusta - Origo, fjárhæð kr. 39.672.000 ISK
b) Hýsingar- og rekstrarþjónusta - Advania, fjárhæð kr. 28.847.313 ISK
c) Netrekstur - Snerpa, fjárhæð kr. 34.432.488 ISK

Gestir

  • Steinar Darri Emilsson, upplýsingatæknistjóri - mæting: 08:55

7.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagt fram til samþykktar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, dags. 11. apríl 2025, varðandi beiðni Tungumálatöfra að fá styrk vegna leigugreiðslna fyrir Grunnskólanum á Flateyri og Félagsheimilinu á Flateyri.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til Tungumálatöfra að fjárhæð kr. 297.900, vegna leigu á Félagsheimilinu á Flateyri og Grunnskólanum á Flateyri, fyrir námskeið Tungumálatöfra sumarið 2025.

8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2024-2025 - 2025010229

9.Boð um samstarf við Háskólann á Bifröst og þáttöku i OpenEU - 2025040133

Lagt fram erindi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors, hjá Háskólanum á Bifröst, dags. 11. apríl 2025 um samstarf Ísafjarðarbæjar við Háskólann á Bifröst og þátttöku í OpenEU.
Bæjarráð fagnar verkefninu.

10.Með hjartanu - fjölskylduhátíð. - 2025040095

Lagt fram til kynningar erindi Aldísar Ýr Ólafsdóttur f.h. Vilborgar Arnarsdóttur, verkefnastjóra hátíðarinnar Með hjartanu vegna boðs á fjölskylduhátíðarinnar Með hjartanu sem haldin verður í Raggagarði í Súðavík dagana 25. - 27. júlí 2025 í tilefni af 20 ára afmælis Raggagarðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Landskerfis Bókasafna hf 2025 - 2025040067

Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf., sem haldin verður þann 6. maí 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fela forstöðumanni Bókasafnsins Ísafirði að mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.

12.Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands - 2025040134

Lagt fram til kynningar boð til bæjarfulltrúa á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands sem haldinn verður þann 22. maí 2025.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

13.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - 2025010287

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Önundarfjarðar, en fundur var haldinn 27. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 15. og 16. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundir voru haldnir 10. mars og 31. mars 2025.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

15.70. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2025030105

Lögð fram til kynningar þinggerð 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið var 2. apríl 2025, auk ársreiknings Fjórðungssambandsins 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lagðar fram til kynningar eru fundargerðir 973., 974., 975. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14., 19. og 20. mars 2025
Lagt fram til kynningar.

17.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 5 - 2502016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 4. mars 2025.



Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Menningarmálanefnd - 175 - 2503027F

Lögð fram til kynningar fundargerð 175. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 3. apríl 2025.



Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 42 - 2503019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 9. apríl 2025.



Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 650 - 2503029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 650. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. apríl 2025.



Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 21 - 2503023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 2. apríl 2025.



Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 156 - 2503030F

Lögð fram til kynningar fundargerð 156. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 2. apríl 2025.



Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?