Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp - 2025030112
Á 1318. fundi bæjarráðs, þann 17. mars 2025, var lagt fram erindi Stígs Bergs, f.h. Sjóferða, dags. 13. mars 2025, þar sem óskað er eftir jákvæðum undirtektum Ísafjarðarbæjar, vegna meðfylgjandi erindis Samtaka ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, dags. 24. febrúar 2025, um tillögu til ráðherra, að Ísafjarðardjúp, allt frá mynni þess, verði skilgreint griðarsvæði hvala með reglugerð settri af ráðherra.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi samhljóða:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðarsvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.
Í þessu samhengi er einnig tilefni til að minnast á frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða sem lagt var fram á Alþingi fyrr í mánuðinum. Þar er kveðið á um að svæðisráð geti starfað eftir að strandsvæðaskipulag hefur verið samþykkt. Bæjarráð telur eftir á að hyggja bagalegt að hvalveiðar hafi ekki teknar til skoðunar í svæðisskipulaginu sem samþykkt var fyrir nokkrum misserum. Svæðisskipulag er rétti vettvangurinn til að ákveða hvar og undir hvaða skilyrðum hvalveiðar eigi að leyfa."
Er nú lagt fram erindi atvinnuvegaráðuneytisins, dags. 21. mars 2025, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um tillögu SAF og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um griðarsvæði hvala í Ísafjarðardjúpi.
Auk þess lögð fram umsögn Gunnars Torfasonar, til atvinnuvegaráðherra, vegna málsins, dags. 4. apríl 2025.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi samhljóða:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðarsvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.
Í þessu samhengi er einnig tilefni til að minnast á frumvarp um skipulag haf- og strandsvæða sem lagt var fram á Alþingi fyrr í mánuðinum. Þar er kveðið á um að svæðisráð geti starfað eftir að strandsvæðaskipulag hefur verið samþykkt. Bæjarráð telur eftir á að hyggja bagalegt að hvalveiðar hafi ekki teknar til skoðunar í svæðisskipulaginu sem samþykkt var fyrir nokkrum misserum. Svæðisskipulag er rétti vettvangurinn til að ákveða hvar og undir hvaða skilyrðum hvalveiðar eigi að leyfa."
Er nú lagt fram erindi atvinnuvegaráðuneytisins, dags. 21. mars 2025, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um tillögu SAF og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um griðarsvæði hvala í Ísafjarðardjúpi.
Auk þess lögð fram umsögn Gunnars Torfasonar, til atvinnuvegaráðherra, vegna málsins, dags. 4. apríl 2025.
2.Ársreikningur 2024 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2025040057
Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
3.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Dalbær - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 24. mars 2025, vegna umsóknar Félags um Snjáfjallasetur um gistileyfi með veitingum í Dalbæ félagsheimili.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 25. mars 2025, vegna gistileyfis fyrir 20 manns og veitingaleyfi fyrir 50 manns, auk jákvæðrar umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 25. mars 2025, vegna gistileyfis fyrir 20 manns og veitingaleyfi fyrir 50 manns, auk jákvæðrar umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu gistileyfis með veitingum í Dalbæ félagsheimili.
4.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - AFÉS - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 20. mars 2025, vegna umsóknar Kristjáns Freys Halldórssonar, f.h. Aldrei fór ég suður, félags, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Kampaskemmunni við Ásgeirsgötu.
Jafnframt lagðar fram jákvæðar umsagnir Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 20. mars 2025, þar sem skilyrði er um dyravörslu, girðingar og aldurstakmarki eftir ákveðinn tíma, og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 31. mars 2025, en miðað er við 1000 manns í leyfi.
Jafnframt lagðar fram jákvæðar umsagnir Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 20. mars 2025, þar sem skilyrði er um dyravörslu, girðingar og aldurstakmarki eftir ákveðinn tíma, og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 31. mars 2025, en miðað er við 1000 manns í leyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis með áfengisveitingum í Kampaskemmunni á Ísafirði þann 18.-19. apríl 2025.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Verndar- og orkunýtingaráætlun - 2025010004
Lagt fram erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 3. apríl 2025, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 268. mál, "Verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni)". Umsagnarfrestur er til og með 23. apríl 2025 á umsagnagátt Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Stafrænt ráð - 2025010017
Lögð fram fundargerð 36. fundar stafræns ráðs sveitarfélaga dags. 19. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir EBÍ 2025-2026 - 2025030201
Lögð fram fundargerð aukafundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands dags. 19. mars 2025.
Jafnframt er lögð fram samþykkt tillaga að nýjum samþykktum fyrir Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
Jafnframt er lögð fram samþykkt tillaga að nýjum samþykktum fyrir Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur að griðasvæði sem næði yfir allt Ísafjarðardjúp væri of takmarkandi fyrir hvalveiðar sem leyfi hafa verið gefin út fyrir. Bæjarráð telur að hægt væri að ná sama markmiði með því að stofna griðasvæði sem væri innan svæðis sem afmarkað er af Stigahlíð, Vébjarnarnúpi, Innra Skarði á Snæfjallaströnd, Ögurnesi, Folafæti og Arnarnesi. Þar sem hvalaskoðun er ekki enn stunduð allt árið mætti griðasvæðið gilda frá maíbyrjun til septemberloka. Góð samskipti milli hvalveiðifyrirtækis og hvalaskoðunarfyrirtækja eru mikilvæg hvernig sem niðurstaða ráðuneytisins verður.
Bæjarráð áréttar skoðun sína að heppilegast sé að ákvörðun um samspil hvalaskoðunar og hvalveiða fari fram á vettvangi strandsvæðaskipulags."