Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1319. fundur 24. mars 2025 kl. 08:10 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2023110113

Lagt fram erindi Aðalssteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 20. mars 2025, þar sem óskað er eftir tilnefningu nýs fulltrúa Ísafjarðarbæjar í kjörnefnd Fjórðungssambandsins, þar sem Arna Lára Jónsdóttir hefur misst kjörgengi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kosinn aðalfulltrúi í kjörnefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga, í stað Örnu Láru Jónsdóttur, og að varafulltrúi verði Kristján Þór Kristjánsson, í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.

2.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur launafulltrúa, dagsett 17. mars 2025, vegna launakostnaðar fyrir janúar og febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Samræmd úttekt vatnsveitna á Íslandi - 2025030164

Lagt fram erindi Ingvars Gýgjars Sigurðarsonar, f.h. brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 19. mars 2025, þar sem kynnt er að brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa hafið samstarf er varðar samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi. Óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ varðandi uppbyggingu, greiningu og áfallaþol veitukerfa.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í almannavarnarnefnd, og felur bæjarstjóra jafnframt að sjá um framkvæmd verkefnisins, með slökkviliðsstjóra og stjórnanda vatnsveitu.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Þingsályktunartillaga um Borgarstefnu - 2025010004

Lagt fram erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 20. mars 2025, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 158. mál - "Borgarstefna". Umsagnarfrestur er til og með 1. apríl 2025 á umsagnagátt Alþingis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn um málið með hliðsjón af umræðum á fundinum.

5.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - Þingeyri - 2025010287

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Þingeyrar, en fundur var haldinn 10. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2025 - 2025020011

Lögð fram til kynningar er fundargerð 67. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, en fundur var haldinn var 12. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lögð fram til kynningar fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 11. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?