Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
858. fundur 20. október 2014 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram verkefnalisti bæjarstjóra.
Lagt fram til kynningar.

2.Fræðslumiðstöð Vestfjarða - Ósk um stuðning um aukið framlag á fjárlögum - 2014100032

Lagður er fram tölvupóstur Smára Haraldssonar, frá 13. október 2014, þar sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar eftir stuðningi vegna beiðni fræðslumiðstöðvarinnar um aukið framlag á fjárlögum.
Bæjarráð þakkar erindið og leggst á árar með Fræðslumiðstöð Vestfjarða um að framlag verði aukið á fjárlögum.

3.Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar - 2014080027

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 17. október sl. ásamt tillögum að gjaldskrám Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2014.
Lagt fram til kynningar.

4.Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum - 2014010071

Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Karel Hannessonar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 16. október sl., með upplýsingum um málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum sem haldið verður 14. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Setning siðareglna kjörinna fulltrúa - 2011070026

Lagðar eru fram siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar til skoðunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.

6.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2014 - 2014100035

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 15. október sl., um tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2014.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að tendrun jólaljósa.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd 16/10 - 1410005F

150. fundur
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?