Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1313. fundur 10. febrúar 2025 kl. 08:10 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lögð fram drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 30. janúar 2025.
Bæjarráð vísar samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, frá 1. janúar 2024 til 31. júlí 2029, til skóla-, íþrótta-, og tómstundanefndar til afgreiðslu.
Guðrún Birgisdóttir yfirgaf fund kl. 8.30.

Gestir

  • Guðrún Birgisdóttir, skóla- og sérkennslufulltrúi - mæting: 08:10

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 01 við fjárhagsáætlun 2025 vegna sölu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf á íbúðum á Þingeyri og Suðureyri til Brákar sem tekinn var fyrir á 107. fundi stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar þann 3. febrúar síðastliðinn. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 220.000.000,- Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 er rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 223.000.000,-. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 220.000.000,- og rekstrarafgangur hækkar því úr kr. 775.000.000,- í kr. 995.000.000,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 01 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna sölu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. á íbúðum á Þingeyri og Suðureyri til Brákar sem tekinn var fyrir á 107. fundi stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar þann 3. febrúar síðastliðinn.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 220.000.000,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 er rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 223.000.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 220.000.000,- og rekstrarafgangur hækkar því úr kr. 775.000.000,- í kr. 995.000.000,-
Axel og Edda yfirgáfu fund kl. 9.00.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:30

3.Örútboð - Raforka 2025 - 2025010103

Lagt fram til samþykktar minnisblað Steinars Darra Emilssonar, verkefnastjóri tæknilausna og innkaupa, dags. 29. janúar 2025, vegna örútboð raforku, en lagt er til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að taka tilboði lægstbjóðanda vegna útboðs á raforku fyrir Ísafjarðarbæ, Fasteignir Ísafjarðarbæjar, Byggðasafn Vestfjarða og Hafnir Ísafjarðarbæjar.

4.Vinnumarkaður 2024 og horfur 2025 - 2025020043

Lagt fram til kynningar erindi Guðrúnar Stellu Gissurardóttur, f.h. Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, dags. 6. febrúar 2024, þar sem kynnt er skýrslan Íslenskur vinnumarkaður árið 2024 og horfur fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Kjarasamningar LSS - 2025010202

Lagt fram til kynningar er erindi Margrétar Sigurðardóttir, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynntur er nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitafélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 verði hann samþykktur. Verkfalli LSS sem hefjast átti á mánudaginn er því aflýst.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 7. febrúar 2025, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. S-23/2025, "Breyting á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög". Umsagnarfrestur er til og með 17. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Vetrarþjónusta á Dynjandisheiði - 2025020051

Vetrarþjónusta á Dynjandisheiði til umræðu.
Bæjarráð bókar eftirfarandi samhljóða vegna vetrarþjónustu á Dynjandisheiði:

"Miklar vegabætur hafa orðið á sunnanverðum Vestfjörðum og yfir Dynjandisheiði á síðustu árum. Er nú svo komið að vegalengd frá höfuðborgarsvæðinu til allra þéttbýlisstaða innan Ísafjarðarbæjar, sérstaklega Þingeyrar og Flateyrar, er talsvert styttri þá leiðina heldur en um Djúp. Ekki er vetrarþjónusta á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði eftir klukkan 5 á virkum dögum eða um helgar. Þá hefur borið á því að heiðinni sé lokað fljótt þegar veður breytast. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar beinir því til samgönguyfirvalda að gera bragarbót á þessu svo fjárfestingin nýtist betur."

8.Fasteignir Ísafjarðarbæjar - fundargerðir 2025 - 2025020052

Lögð fram til kynningar fundargerð 107. fundar stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., en fundur var haldinn 3. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2025 - 2025020011

Lögð fram til kynningar er fundargerð 66. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, en fundurinn var haldinn 29. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lagðar fram til kynningar eru fundargerðir 960., 961. og 962. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga sem haldnir voru 13. desember 2024, 17. og 22. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 18 - 2501025F

Lögð fram til kynningar er fundargerð 18. fundar Skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar en fundur var haldinn þann 4. febrúar 2025.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 18 Lagðar fram umsóknir um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2025 frá aðildarfélögum HSV.

    Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000.
    Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

    Golfklúbburinn Gláma: Upphæð 895.748 kr. Bætt aðstaða, smíð á palli um húsið.

    Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð 5.329.252kr. Skipta út ljósum, mála veggi og gólf með epoxy og endurnýja varmadælu.

    Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð 1.500.000 kr. Aðstaða við Miðfellslyftu, innréttingar í nýja aðstöðu félagsins

    Skíðafélag Ísfirðinga - skíðaganga: Upphæð 1.200.000 kr. Kaup á tromlu og spora fyrir snjósleða.

    Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð 2.575.000 kr. Fyrsti hluti sjoppubyggingar á stúku við Torfnes.

    Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð 3.500.000 kr. Lagfæra og bæta við stíga.




  • 11.4 2024110087 Frístundastyrkir
    Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 18 Nefndin vísar reglunum áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 153 - 2501029F

Lögð fram til kynningar er fundargerð 153. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar en fundur var haldinn þann 5. febrúar 2025.

Fundargerðin er í sex liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?