Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049
Kynnt drög að fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar 2018-2022, dagsett 29. nóvember 2017.
Umræður fóru fram um fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar.
2.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006
Lagður fram tölvupóstur Steinars Rafns Beck Baldurssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsettur 29. nóvember sl., þar sem upplýst er að gefið hafi verið út starfsleyfi starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði.
Lagt fram til kynningar.
3.Refaveiðar - 2016020015
Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 29. nóvember 2017 og samningur milli Ísafjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar, dagsettur 13. nóvember 2017, varðandi endurgreiðslur Umhverfisstofnunar til Ísafjarðarbæjar vegna refaveiða 2017-2019.
Bæjarráð hafnar samningnum á þessum kjörum og óskar eftir betra boði. Hlutdeild ríkisins þarf að vera miklu hærri í refaveiðum á Íslandi, auk þess sem gæta þarf meira jafnræðis milli sveitarfélaga í endurgreiðslum.
Brynjar yfirgefur fundinn kl. 8:38.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35
4.Hamraborg - rekstrarleyfi - 2017020017
Lagður er fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 19.10.2017 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Gísla Úlfarssonar f.h. Hamraborgar ehf. vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II að Hafnarstræti 7, Ísafirði. Lagðar eru fram umsagnir byggingafulltrúa dags. 30.11.2017
Slökkviliðs dags. 23.10.2017
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða dags. 19.10.2017
Slökkviliðs dags. 23.10.2017
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða dags. 19.10.2017
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
5.Innheimtureglur leikskólanna - 2017110028
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 29. nóvember sl., þar sem fram koma breytingatillögur á innheimtureglum leikskóla sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
6.Ísafjarðarflugvöllur og flugsamgöngur - 2017100060
Lögð fram tölvupóstsamskipti bæjarstjóra við Isavia, frá 25. október til 27. nóvember sl., vegna malbikunar á bílastæði við Ísafjarðarflugvöll.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að bílastæðin við Flugstöðina við Ísafjarðarflugvöll verði malbikuð á næsta ári í samræmi við loforð sem gefið var á fundi stjórnar Isavia með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í Edinborgarhúsinu 26. ágúst 2016. Það er algjörlega óásættanlegt að bílastæðin séu enn ómalbikuð eftir að flugstöðin hefur verið í rekstri í meira en hálfa öld. Jafnframt er brýnt að malbik verði endurnýjað á flugbrautinni og er lag að gera það sumarið 2018 þar sem malbikunarstöð verður í sveitarfélaginu.
7.Ísafjarðarflugvöllur og flugsamgöngur - 2017100060
Lagður fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 30. nóvember sl., varðandi flugmál á Vestfjörðum. Undanfarna mánuði hefur vinnuhópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins verið með til umfjöllunar rekstur flugsamgöngukerfisins innanlands. Markmiðið með vinnuhópnum er að ná fram hagkvæmari rekstri á innanlandsflugi og skilvirkari rekstri flugvalla sem skilar sér til neytenda í lægri flugfargjöldum. Unnið er út frá tillögum fyrri vinnuhóps ráðuneytisins frá árinu 2016. Ráðuneytið hefur nú óskað eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum vegna erindisins og þarf að senda það sem fyrst til þeirra.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að fundin verði staðsetning fyrir flugvöll á norðanverðum Vestfjörðum sem þjónað geti farþegaflugi með ásættanlegu öryggi. Einnig leggur bæjarráð til að farin verði svokölluð skosk leið í innanlandsflugi varðandi niðurgreiðslur á flugfargjöldum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
8.Skipting á kostnaði vegna framkvæmda utanhúss 2015-2017. - 2017120001
Lagt fram minnisblað Sædísar Maríu Jónatansdóttur, deildarstjóra, dagsett 30. nóvember sl., og varðar skiptingu á kostnaði vegna framkvæmda utanhúss á Hlíf.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur, samanber framlagt minnisblað, að ekki halli á Ísafjarðarbæ og því ekki ástæða til sérstakrar þátttöku í þeim framkvæmdum sem Húsfélag Hlífar 2 lagði út fyrir samkvæmt minnisblaðinu.
9.Björgunarfélag Ísafjarðar - samstarfssamningur - 2017120003
Til umræðu er þjónustusamningur milli Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélags Ísafjarðar, frá árinu 2002.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til að samningurinn verði tekinn til endurskoðunar og þiggur boð Björgunarfélags Ísafjarðar í heimsókn.
10.Sundlaugar okkar allra - aðgengi fyrir hreyfihamlaða - 2017110059
Lagður fram tölvupóstur Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar, dagsettur 28. nóvember sl., vegna úttektar á aðgengi hreyfihamlaðra að sundlaugum landsins. Sundlaug Þingeyrar var þar á meðal, og fylgir með póstinum bréf vegna úttektarinnar með ábendingum um það sem betur mætti fara.
Lagt fram til kynningar.
11.Kynferðisofbeldi í stjórnmálum - 2017110069
Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 30. nóvember sl., ásamt erindi með samþykkt stjórnar sambandsins vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í samfélaginu vegna átaksins "Í skugga valdsins".
Í bókun stjórnarinnar er fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og þau sveitarfélög sem ekki hafa sett sér slíka stefnu eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni.
Í bókun stjórnarinnar er fjallað um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og þau sveitarfélög sem ekki hafa sett sér slíka stefnu eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Málið hefur þegar verið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
12.Þjóðgarður á miðhálendi Íslands - 2017120002
Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 30. nóvember sl., ásamt samþykkt stjórnar sambandsins um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Lagt fram til kynningar.
13.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014
Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 27. nóvember sl., ásamt fundargerð stjórnarfundar sambandsins frá 17. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019
Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 29. nóvember sl., ásamt fundargerð 854. fundar stjórnar sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
15.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - 2017020094
Lögð fram fundargerð 106. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 22. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
16.Félagsmálanefnd - 422 - 1711025F
Fundargerð 422. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 28. nóvember sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Félagsmálanefnd - 422 Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að nafni fjölskyldusviðs verði breytt í velferðarsvið á grundvelli greinargerðarinnar. Jafnframt leggur nefndin til að nafni hennar verði breytt úr félagsmálanefnd í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?