Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1309. fundur 13. janúar 2025 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Eignarhald félagsheimili Flateyri - 2023010161

Lagt fram til kynningar erindi hverfisráðs Önundarfjarðar, dags. 10. desember 2025 og Leikfélags Flateyrar, dags. 7. janúar 2025, varðandi fyrirhugaða sölumeðferð félagsheimilisins á Flateyri.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. janúar 2025, sem greinir frá mismunandi rekstrarformi félagsheimila sveitarfélagsins.
Bæjarráð þakkar fyrir bréfin og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og leggja málið fyrir að nýju.

2.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lagt fram til kynningar frumdrög Svæðisskipulags Vestfjarða samkvæmt samþykkt 13. fundar svæðisskipulagsnefndar þann 9. desember s.l. Lýst er aðdraganda og úrvinnslu á niðurstöðu 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti um val á framtíðarmynd svæðisskipulagsins á grundvelli samráðs á tillögu að lýsingu svæðisskipulagsins sem birt var í Skipulagsgátt þann 21. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 16 - 2501003F

Lögð fram til kynningar fundagerð 16. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. janúar 2025. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?