Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013
Lagt fram til kynningar minnisblað Baldurs I. Jónassonar, mannauðsstjóra, f.h. ábyrgðarmanna jafnlaunakerfis Ísafjarðarbæjar, dags. 2. janúar 2025, varðandi rýni stjórnenda fyrir árið 2024, í samræmi við verklagsreglur kerfisins, auk fundargerðar vegna rýnis stjórnenda frá 3. desember 2024.
Með hliðsjón af viðhaldsúttekt iCert, innri úttekt, launagreiningu og rýni stjórnenda á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar, auk þess að Jafnlaunastofa hefur gefið út nýja heimild til að nota jafnlaunamerkið til 22.06.2026, er ályktað að Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Baldur Ingi Jónasson yfirgaf fund kl: 08:27
Gestir
- Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:10
2.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046
Lögð fram til kynningar er Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029.
Lagt fram til kynningar.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 2. janúar 2025, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 1/2025, "Verum hagsýni í rekstri ríkisins". Umsagnarfrestur er til og með 23. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
4.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2024 - 2024020096
Lögð fram til kynningar er fundargerð 64. stjórnarfunds Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 30. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum -fundargerðir og fleira 2024 - 2024110097
Lögð fram til kynningar fundargerð sameiginlegs fundar aðildarsveitarfélaga Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundar var haldinn 6. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 15 - 2412012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, en fundur var haldinn 18. desember 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:16.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?