Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1306. fundur 09. desember 2024 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024 - 2024020041

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8.33.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Lagt fram til kynningar erindi Gissurar Skarphéðinssonar, f.h. Eyrarkláfs ehf, þar sem óskað er eftir vilyrðum fyrir nýtingu landsvæðis í Ísafjarðarbæ á þeim svæðum sem verkefnið þarfnast og að gengið verði til samninga á milli aðila þar sem nánar verður mælt fyrir um einstaka þætti verkefnisins, sbr. 6. reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði sem samþykktar voru 17. nóvember 2022.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. desember 2024, varðandi málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa samning um afnot af svæði til skipulagsgerðar með vísan til 6. gr. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35

3.Stjórnsýsluhús- brunakerfi og kerfisloft - 2024120039

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. desember 2024, um nauðsynlegar framkvæmdir vegna viðhalds brunakerfis og uppsetningar kerfislofts í sameign Stjórnsýsluhússins á Ísafirði og valmöguleika um viðhald séreignarhluta í húsinu.
Bæjarráð leggur til að samþykkt verði þátttaka í viðhaldi sameignarhluta Stjórnsýsluhúss og í séreign verði skipt út kerfislofti, lýsingu og loftaplötum, og felur bæjarstjóra að skoða niðurskiptingu verks á viðhaldsáætlun Ísafjarðarbæjar.
Axel yfirgaf fund kl. 8.54.

4.Flugeldasala og flugeldasýningar um áramót - 2024120015

Lagt fram erindi Thelmu E. Hjaltadóttur, f.h. Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 3. desember 2024, þar sem óskað eftir umsögn um umsóknir um skoteldasýningar sem embættinu hafa borist, en um er að ræða sýningar hjá Dýra, Sæbjörgu, Tindum og Björgu að kvöldi gamlaársdags 2024.

Meðfylgjandi jafnframt jákvæð umsögn slökkviliðs.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til skoteldasýninga hjá Dýra, Sæbjörgu, Tindum og Björgu þann 31. desember 2024.

5.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 3. desember 2024, um launakostnað janúar til nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.Siglingar við Ísafjarðardjúp í kjölfar vegalokanna - 2024120025

Lagt fram til kynningar erindi Stígs Bergs Sophussonar f.h. Sjóferða ehf, sem barst þann 4. desember 2024, um siglingar við Ísafjarðardjúp í kjölfar vegalokanna.
Bæjarráð vísar málinu til sameiginlegrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps til afgreiðslu.

7.Netráðstefna um samfélagslega nýsköpun. - 2024120024

Lagt fram til kynningar erindi frá Steinunni Ásu Sigurðardóttur f.h. Vestfjarðarstofu, dags. 3. desember 2024, þar sem boðið er á netráðstefnu um samfélagslega nýsköpun þann 11. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?