Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1300. fundur 21. október 2024 kl. 08:10 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Mál tekið inn með afbrigðum með samþykkt allra nefndarmanna.

1.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - 2024080147

Ákvörðun í máli þessu er nú afturkölluð, en um er að ræða ákvörðun bæjarráðs frá 1299. fundi, sem haldinn var 14. október 2024, þar sem bæjarráð samþykkti að taka tilboði Búaðstoðar vegna moksturs á Flateyri og í Önundarfirði, með fyrirvara um að uppfylltar séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.

Eru gögn lögð fram á nýjan leik, þ.e. minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 10. október 2024, varðandi opnunarskýrslu vegna útboðs snjómoksturs á Flateyri og í Önundarfirði. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja hæstu stigagjöfina, í samræmi við útboðsgögnin. Samþykktin er gerð með fyrirvara um að tilboðsgjafinn uppfylli kröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.

Þar sem um samning til ársins 2027 er að ræða bar bæjarráði að vísa málinu til bæjarstjórnar til fullnaðarákvörðunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð Búaðstoðar vegna moksturs á Flateyri og í Önundarfirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - Dýrafjörður - 2024080147

Lagt fram til samþykktar minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 16. október 2024, varðandi opnunarskýrslu vegna útboðs snjómoksturs í Dýrafirði.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja hagkvæmasta tilboðið, það er tilboðið sem hefur hæstu stigagjöfina, í samræmi við útboðsgögnin. Samþykktin er gerð með fyrirvara um að tilboðsgjafinn uppfylli kröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Kjarnasögunar vegna moksturs í Dýrafirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.

3.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - Súgandafjörður - 2024080147

Lagt fram til samþykktar minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 16. október 2024, varðandi opnunarskýrslu vegna útboðs snjómoksturs í Súgandafirði.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja hagkvæmasta tilboðið, það er tilboðið sem hefur hæstu stigagjöfina, í samræmi við útboðsgögnin. Samþykktin er gerð með fyrirvara um að tilboðsgjafinn uppfylli kröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Verkhafs vegna moksturs í Súgandafirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.

4.Suðureyri færsla á hitaveitulögnum - 2024100073

Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 17 okt. 2024, vegna tilfærslu á hitaveitulögn úr lóðum við Aðalgötu 17, 18 og 21 Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:30.

5.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dagsett 17. október 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til september 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.Stafrænt Ísland - samstarf sveitarfélaga - 2021010033

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Þórdísar Sveinsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 14. október 2024, með upplýsingum um verkefnaáætlun og kostnaðarskiptingu í stafrænu samstarfi fyrir árið 2025.

Jafnframt lögð fram til kynningar samantekt um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu, vegna fjárhagsáætlanagerða sveitarfélaga 2025. Tilkynnt er um breytingu á áætlun vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 11 - 2410011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 16. október 2024.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?