Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1296. fundur 23. september 2024 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sala hjúkrunarheimilisins Eyrar - 2024030137

Lögð fram til kynningar drög að söluyfirliti og söluauglýsingu, en fyrirhugað er að auglýsa fasteignina til sölu á næstunni.

Áréttað er að starfsemi hússins verður óbreytt þótt eigendaskipti verði á eigninni sjálfri.
Lagt fram til kynningar.

2.Ísland ljóstengt - Viðbótarstyrkur 2024 - 2024070068

Lagt er fyrir bæjarráð að taka afstöðu til tveggja tilboða sem hafa borist vegna ljósleiðarauppbyggingar í Ísafjarðarbæ, sem er styrkt af Fjarskiptasjóði. Verkefnið er hluti af áætlun um að ljúka ljósleiðaravæðingu styrkhæfra svæða innan sveitarfélagsins. Styrkurinn nemur allt að 80.000 kr. á hvert tengt staðfang.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði fyrirtækis A skv. minnisblaði.

3.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - fjárhagsáætlun 2025 - 2024020117

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dagsettur 19. september 2024, ásamt fjárhagsáætlun HEVF fyrir árið 2025, en óskað er samþykktar á henni.
Bæjarráð gerir athugasemdir við fjárhagsáætlun HEVF 2025 og felur bæjarstjóra að kalla eftir skýringum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dagsettur 19. september 2024, ásamt fundargerð 149. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, en fundur var haldinn 19. september 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. september 2024, um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - árshátíð Ísafjarðarbæjar - 2024010198

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 16. september 2024, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Ragnars Heiðars Sigtryggssonar um tækifærisleyfi vegna árshátíðar Ísafjarðarbæjar 5. október 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.

7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - Fisherman - 2024010198

Lagt fram bréf Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 27. júní 2024, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna breytingar á rekstrarleyfi fyrir Aðalgötu 14-16 á Suðureyri (Fisherman).

Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn byggingafulltrúa, dags. 19. september 2024, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 15. júlí 2024, og Slökkviliðs Ísafjarðar, dags. 28. júní 2024, en umsögn slökkviliðs er með fyrirvara um úrbætur eldvarna, og að útiveitingar verði leyfðar hindri þær ekki flóttaleiðir frá veitingastaðnum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis fyrir Aðalgötu 14-16 á Suðureyri (Fisherman).

8.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - fundargerð - 2022110080

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem haldinn var 9. september 2024.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

9.Hættuástand við Vestfjarðagöng vegna elds - 2024090068

Á 1295. fundi bæjarráðs, þann 16. september var tekið fyrir mál vegna hættuástands sem skapaðist föstudaginn 13. september 2024 vegna elds í farþegarútu nálægt Vestfjarðagöngum.
Málsatvik rútubruna síðastliðinn föstudag rædd, viðbúnaður slökkviliðs og verkaskipting gagnvart Vegagerð. Farið var yfir viðbragðsáætlun slökkviliðs kæmi til þess að eldur kæmi upp í göngunum sjálfum og mögulegar viðbætur í göngunum til að auka umferðaröryggi. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni á næsta fundi bæjarráðs.

Er nú mætt til fundarins Berþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinar, Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar, og Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar.
Bæjarráð þakkar fyrir fundinn en ákveðið var að annar fundur yrði haldinn þegar hættumat Vegagerðarinar liggur fyrir, líklega í október.

Gestir

  • Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar - mæting: 09:00
  • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar - mæting: 09:00
  • Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. - mæting: 09:00
  • Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri - mæting: 09:00

10.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 30. ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfisþing 2024 - 2024090087

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu Sigríðar Einarsdóttur f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dagsettur 13. september 2024, þar sem boðað er til umhverfisþings ráðuneytisins í Hörpu þann 8. október 2024.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?