Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1291. fundur 12. ágúst 2024 kl. 08:10 - 08:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Suðureyri 11 íbúða hús - stofnframlag til Brákar íbúðafélags hses. - 2024080015

Lögð fram umsókn Ísafjarðarbæjar, um stofnframlag vegna kaupa á 11 íbúðum á Suðureyri, f.h. Brákar íbúðafélags hses., að fjárhæð kr. 200.300.000 en 12% framlag Ísafjarðarbæjar er kr. 24.036.000, sem bókast myndi á langtímakröfur og handbært fé.

Jafnframt lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 9. ágúst 2024, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir umsókn Ísafjarðarbæjar, um stofnframlag vegna kaupa á 11 íbúðum á Suðureyri, f.h. Brákar íbúðafélags hses., að fjárhæð kr. 200.300.000. Bæjarráð samþykkir að veita 12% stofnframlag til kaupanna að fjárhæð kr. 24.036.000.

Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:16

2.Þingeyri 9 íbúða hús - stofnframlag til Brákar íbúðafélags hses. - 2024080014

Lögð fram umsókn Ísafjarðarbæjar, um stofnframlag vegna kaupa á 9 íbúðum á Þingeyri, f.h. Brákar íbúðafélags hses., að fjárhæð kr. 126.880.000 en 12% framlag Ísafjarðarbæjar er kr. 15.225.600, sem bókast myndi á langtímakröfur og handbært fé.

Jafnframt lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 9. ágúst 2024, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir umsókn Ísafjarðarbæjar, um stofnframlag vegna kaupa á 9 íbúðum á Þingeyri, f.h. Brákar íbúðafélags hses., að fjárhæð kr. 126.880.000. Bæjarráð samþykkir að veita 12% stofnframlag til kaupanna að fjárhæð kr. 15.225.600.

Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Ísland ljóstengt - Viðbótarstyrkur 2024 - 2024070068

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. júlí 2024, vegna boðs um viðbótarstyrk í verkefninu „Ísland Ljóstengt“.
Bæjarráð samþykkir að veita viðtöku styrk að hámarki kr. 8.080.000 kr. (án vsk) vegna verkefnisins „Ísland ljóstengt“.



4.Ársfjórðungsuppgjör 2024 - 2024040066

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 2. ágúst 2024, um niðurstöðu annars ársfjórðungs 2024 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok annars ársfjórðungs.
Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 796 m.kr. fyrir janúar til júní 2024. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 653 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 143 m.kr. hærri en áætlað var á fyrsta ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín yfirgefur fund kl 8:48.

5.Forsendur fjárhagsáætlana 2025-2028 - Sambandið - 2024080017

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí 2024, með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem kom út um mánaðarmótin júní / júlí.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?