Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1289. fundur 01. júlí 2024 kl. 08:10 - 08:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076

Tillaga frá 633. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili Orkubúi Vestfjarða að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sem og breytingu á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna jarðhitaleitar.
Bæjarráð samþykkir að Orkubúi Vestfjarða sé heimilt að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sem og breytingu á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna jarðhitaleitar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Tillaga frá 633. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu og málsmeðferð að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð heimilar auglýsingu og málsmeðferð að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna nýs deiliskipulags Stekkjarlæksbakka.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Suðurgata 10, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024060067

Tillaga frá 633. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings, skv. umsókn frá Hallvarði Aspelund f.h. Hraðfrystihússins Gunnvarar, eigenda fasteignarinnar að Suðurgötu 10 á Ísafirði, í samræmi við meðfylgjandi umsókn og lóðarblað.
Bæjarráð heimilar útgáfu lóðarleigusamnings, skv. umsókn frá Hallvarði Aspelund f.h. Hraðfrystihússins Gunnvarar, eigenda fasteignarinnar að Suðurgötu 10 á Ísafirði, í samræmi við meðfylgjandi umsókn og lóðarblað.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Sumarviðburðasjóður - 2024020083

Lagður fram til samþykktar samningur við Vestfjarðastofu um umsjón og þjónustu vegna Sumarviðburðasjóðs Ísafjarðarhafna, en samningurinn gildir árið 2024.
Bæjarráð vísar samningi við Vestfjarðastofu um umsjón og þjónustu vegna Sumarviðburðasjóðs Ísafjarðarhafna til hafnarstjórnar til samþykktar, en samningurinn gildir árið 2024.

5.Earth Check - framkvæmdaráð fundargerðir o.fl. - 2024040141

Lagður fram tölvupóstur Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu, dagsettur 27. júní 2024, vegna þátttöku sveitarfélagsins í Earth Check. Framkvæmdaráð Earth Check ályktaði á fundi sínum 24. apríl sl. að best færi á að hætta í verkefninu og leita annarra lausna til umhverfisstjórnunar. Áður nefnd fundargerð jafnframt lögð fram til kynningar.

Stjórn Fjórðungssambandsins tók málið fyrir og vísaði samþykkt framkvæmdaráðs EC (um að hætta þátttöku í EC) til hvers og eins sveitarfélags til ákvarðanatöku.
Bæjarráð samþykkir að hætta í verkefninu Earth Check þar sem þátttaka hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar og úrbætur mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lögð fram verkfundargerð 1. verkfundar, vegna styrkinga á ofanflóðavörnum á Flateyri, dags. 12.06.2024
Lagt fram til kynningar.

7.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - fundargerðir - 2022110080

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, þ.e. 3. fundar, sem haldinn var 28. febrúar 2024, 4. fundar, sem haldinn var 4. apríl 2024 og 5. fundar, sem haldinn var 15. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgefur fund kl 8:31.

8.Fab lab smiðja í MÍ - beiðni um samstarf - 2023060085

Lagt fram minnisblað Heiðrúnar Tryggvadóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 27. júní 2024, um greiðslu reiknings að fjárhæð kr. 1.934.371, vegna reksturs Fab Lab í skólanum. Rukkað er skv. útrunnum samningi, en upplýst er að á haustmánuðum standa vonir til að farið verði í endurnýjun samnings.
Bæjarráð samþykkir greiðslu reiknings vegna reksturs Fab Lab hjá Menntaskólanum á Ísafirði. Bæjarráð telur mikilvægt að gerður verði nýr samningur um reksturinn fyrir árslok. Mikilvægt er jafnframt að auka tengsl við grunnskóla Ísafjarðarbæjar og styrkja þjálfun og kennslu leiðbeinenda þar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort rými sé fyrir greiðslunni í núgildandi fjárhagsáætlun.

9.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. og 4. fundar 2024 stjórnar Stjórnsýsluhússins, en fundir voru haldnir 12 og 26. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 633 - 2406015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 633. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 633 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Orkubúi Vestfjarða að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, sem og breytingu á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna jarðhitaleitar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 633 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu og málsmeðferð að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 633 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi lóðir verði innkallaðar, Skeiði 8, Ártunga 6, Daltunga 8, Mávagarður E og Skeið 10
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 633 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við meðfylgjandi umsókn og lóðarblað.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 148 - 2406008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 148. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?