Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Orkubú Vestfjarða - upplýsingafundur með bæjarráði - 2024050183
Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs og Elena Dís Víðisdóttir, sérfræðingur á orkusviði Orkubús Vestfjarða, koma til fundar við bæjarráð, til að ræða ýmis mál er snerta sveitarfélagið, þar með talið hitavatnsleit í Tungudal.
Gestum þökkuð góð kynning.
Sölvi og Elena Dís yfirgefa fund kl. 08:45
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Elena Dís Víðisdóttir, sérfræðingur á orkusviði OV - mæting: 08:10
- Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs OV - mæting: 08:10
2.Sala hjúkrunarheimilisins Eyrar - 2024030137
Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, dags. 31. mars 2024, þar sem óskað er heimildar bæjarstjórnar til að hefja söluferli á fasteign hússins Eyrar, sem hýsir Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. maí 2024, um heimild ráðherra til að hefja sölu á fasteigninni Eyri á Ísafirði.
Jafnframt lagt fram til kynningar bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. maí 2024, um heimild ráðherra til að hefja sölu á fasteigninni Eyri á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að hefja söluferli á fasteigninni Eyri á Ísafirði.
Axel yfirgaf fund kl. 08:55
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
3.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134
Lagðar fram til kynningar tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla, en síðasti fundur starfshópsins var 8. maí 2024. Hefur lokaskýrslu verið vísað til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar. Forráðamenn leikskólabarna voru sendar tillögurnar og er umsagnafrestur til 3. júní 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum.
Hafdís yfirgaf fund kl. 09:20.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:58
4.Reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun, meðferð tölvupósts, gagna, tölvu- og hugbúnaðar 2024 - 2024050167
Lagðar fram til samþykktar reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun, meðferð tölvupósts, gagna, tölvu- og hugbúnaðar, og að fyrri reglur um meðferð á tölvupósti hjá Ísafjarðarbæ frá 2008, verði felldar úr gildi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun, meðferð tölvupósts, gagna, tölvu- og hugbúnaðar, og að eldri reglur falli úr gildi.
5.Félagsheimili Súgfirðinga - endurbætur - 2018080053
Lagt fram erindi forsvarsmanna Íþróttafélagsins Stefnis, Kvenfélagsins Ársólar og Hollvinasamtaka félagsheimilis Súgfirðinga, meðeigenda Ísafjarðarbæjar að félagsheimilinu á Suðureyri, dags. 16. maí 2024, þar sem óskað er heimildar Ísafjarðarbæjar til þess að geymsla áföst félagsheimilinu verði rifin. Í kjölfarið er fyrirhugað að hefja nýbyggingu húsnæðis sem hýsa á salerni og fleira.
Óskað er samþykkis Ísafjarðarbæjar fyrir niðurrifi hússins, með þeim fyrirvara að byggingafulltrúi þurfi jafnframt að gefa leyfi.
Óskað er samþykkis Ísafjarðarbæjar fyrir niðurrifi hússins, með þeim fyrirvara að byggingafulltrúi þurfi jafnframt að gefa leyfi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrir hönd Ísafjarðarbæjar að geymsla áföst félagsheimilinu á Suðureyri verði rifin, að teknu tilliti til heimildar byggingafulltrúa. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við niðurrifið af hálfu Ísafjarðarbæjar, í fjárhagsáætlun.
6.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - ýmiss mál - 2023050163
Lagt fram til kynningar erindi Jónasar B. Guðmundssonar, formanns stjórnar rekstrarfélags Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, dags. 27. maí 2024, þar sem tilkynnt er um hækkun mánaðarlegra gjalda til húsfélagsins um 25% frá og með 1. júní 2024.
Miðað við fjárhagsáætlun 2025 þyrfti að gera viðauka vegna þessa sem nemur um 1.700.000 kr., sem skiptist niður á deildir 2510 og 21400, í hlutföllunum 6/94.
Miðað við fjárhagsáætlun 2025 þyrfti að gera viðauka vegna þessa sem nemur um 1.700.000 kr., sem skiptist niður á deildir 2510 og 21400, í hlutföllunum 6/94.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka vegna málsins til samþykkar í bæjarstjórn.
7.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035
Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 29. maí 2024, þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn geri tillögu um einn fulltrúa og einn til vara í kjörnefnd og sendi til FV fyrir þann 19. júní 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kjósa Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, sem aðalfulltrúa og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur sem varafulltrúa í kjörnefnd fyrir 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að sumri.
8.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029
Mál sett á dagskrá að beiðni formanns, en málið var tekið fyrir á 253. fundi hafnarstjórnar, þann 28. maí 2024, með minnisblaði hafnarstjóra, Hilmars Lyngmo, dags. 27. maí 2024, vegna kaupa á stuðpúðum (fenderum) fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.
Áætlaður kostnaður er 6.576.850 kr. og verður honum mætt með frestun á hönnun móttökuhúss fyrir skemmtiferðaskipafarþega fram í janúar 2025 og lækkun kostnaðar við kaup á lyftara um 2 m.kr.
Hafnarstjórn bókaði að það samþykkir að finna svigrúm fyrir kaupunum innan framkvæmdaáætlunar hafna Ísafjarðarbæjar með því að fresta hönnun á móttökuhúsi fyrir farþega skemmtiferðaskipa, 5 m.kr., til janúar 2025 og að áætlun vegna kaupa á lyftara verði lækkuð úr 12 m.kr. í 10 m.kr. þar sem kaup á lyftara voru hagstæðari en áætlað var.
Áætlaður kostnaður er 6.576.850 kr. og verður honum mætt með frestun á hönnun móttökuhúss fyrir skemmtiferðaskipafarþega fram í janúar 2025 og lækkun kostnaðar við kaup á lyftara um 2 m.kr.
Hafnarstjórn bókaði að það samþykkir að finna svigrúm fyrir kaupunum innan framkvæmdaáætlunar hafna Ísafjarðarbæjar með því að fresta hönnun á móttökuhúsi fyrir farþega skemmtiferðaskipa, 5 m.kr., til janúar 2025 og að áætlun vegna kaupa á lyftara verði lækkuð úr 12 m.kr. í 10 m.kr. þar sem kaup á lyftara voru hagstæðari en áætlað var.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna leiðir á því að hönnun móttökuhúss frestist ekki í ár í samráði við hafnarstjóra.
9.Hafnarstjórn - 253 - 2405019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 253. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 28. maí 2024.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 - 2405013F
Lögð fram til kynningar 631. fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 30. maí 2024.
Fundargerðin er í 22 liðum.
Fundargerðin er í 22 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í því felst að tillagan er auglýst með áberandi hætti, svo sem í dagblaði sem gefið er út á landsvísu og lögbirtingarblaði og öðrum miðlum sveitarfélagsins og í gegnum skipulagsgátt.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðarinnar Æðartanga 2, á Ísafirði, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og framlögð gögn.
- 10.6 2021060044 Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggðSkipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti, vegna deiliskipulagstillögu við Dagverðardal, Skutulsfirði, á svæði F21, dags. í maí 2024, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að áorðnar breytingar séu ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju, þar ekki er um veigamiklar breytingar að ræða. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta breytingu í samræmi við I.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Fjarðargötu 72, Þingeyri
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi undir Fjarðargötu 35 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 27. maí 2024.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu afnotasamnings á Suðurtanga 18 og 20 á Ísafirði.
Fundi slitið - kl. 09:48.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?