Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vallarleyfi KSÍ Verkefni á Torfnesvelli - 2024040132
Lagt fram minnisblað Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Smára Karlssonar, verkefnastjóra, Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra og Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 26. apríl 2024, varðandi vallarleyfi KSÍ, en taka þarf afstöðu til salernisaðstöðu með hjólastólaaðgengi við Torfnesvöll, stækkun snjósöfnunarsvæðis við völlinn, svo og önnur minni verkefni.
Bæjarráð er beðið um að taka afstöðu til salernismála svo hægt sé að vinna málið áfram sem og hvort skoða eigi að færa girðingar fyrir næsta vetur.
Bæjarráð er beðið um að taka afstöðu til salernismála svo hægt sé að vinna málið áfram sem og hvort skoða eigi að færa girðingar fyrir næsta vetur.
Eyþór, Dagný og Smári yfirgáfu fund kl. 8:30.
Gestir
- Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:10
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
- Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:10
- Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - mæting: 08:10
2.Neðstikaupstaður - Jónshús viðhald - 2024040058
Lagt fram til kynningar minnisblaðs Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. apríl 2024, vegna breytinga á viðhaldi innan viðhaldsáætlunar Byggðasafnsins.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:40.
3.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - Gemlufall - 2023010041
Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 11. ágúst 2023, vegna umsóknar Jóns Skúlasonar, f.h. Gemlufalls í Dýrafirði, vegna breytingar á gildandi rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar, en óskað er eftir að hús nr. 3 og 4 verði skráð sem gistieiningar. Var umsagnarbeiðni ítrekuð 6. nóvember 2023, en á þeim tíma gat byggingafulltrúi ekki veitt jákvæða umsögn þar sem umrædd hús voru ekki skráð í fasteignaskrá fyrir landnr. 140949 (Gemlufall 1), og teikningar voru ósamþykktar og án byggingaheimildar. Liggur nú fyrir ný umsögn byggingafulltrúa, dags. 23. mars 2024, sem er án athugasemda. Umsagnir heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs eru jafnframt jákvæðar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á rekstrarleyfi Jóns Skúlasonar fyrir gistiheimilið Gemlufall í Dýrafirði.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi - 2024010062
Lagt fram til kynningar erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 19. apríl 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1281. fundi sínum þann 22. apríl 2024, og frestaði afgreiðslu þess til næsta fundar.
Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1281. fundi sínum þann 22. apríl 2024, og frestaði afgreiðslu þess til næsta fundar.
Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Lagt fram til kynningar.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - frumvarp til laga um lagareldi - 2024010062
Lagður fram tölvupóstur Halldóru Viðarsdóttur f.h. nefnda- og greiningasvið Alþingis, dagsettur 24. apríl 2024, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um lagareldi, 930. mál. Umsagnarfrestur er til og með 8. maí 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fram á næsta fundi.
6.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140
Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar 2024 stjórnar Stjórnsýsluhússins, en fundur var haldinn 23. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
7.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 40 - 2404003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 23. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 146 - 2404020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 146. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 23. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Lagt er til að núverandi salernisgámur verði boðinn hafnarsjóði til kaups.