Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi - 2024010049
Á 1272. fundi bæjarráðs, þann 5. febrúar 2024, var málið lagt fyrir með minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.
Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.
Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, varðandi verklagsreglur knattspyrnusvæðis, auk verklagsreglnanna sjálfra.
Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.
Er nú lagt fram til kynningar minnisblað Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 18. apríl 2024, varðandi verklagsreglur knattspyrnusvæðis, auk verklagsreglnanna sjálfra.
Lagt fram til kynningar.
Dagný yfirgaf fund kl. 8:17.
Gestir
- Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi - mæting: 08:10
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 19. apríl 2024, um fjármögnun á snjóbræðslulögnum við Torfnes aðalvöll.
Bæjarráð ítrekar fyrra boð um 4,8 m.kr. framlag til að kaupa hitalagnir og tengdan búnað undir völlinn. Ef fjármögnun verks að öðru leyti hefur ekki tekist bendir bæjarráð á þann möguleika að setja lagnir undir hluta vallarins.
Bæjarráð bendir á að ekki er um snjóbræðslukerfi að ræða, heldur til þess að halda gúmmípúða undir grasi frostfríum. Snjómokstur er mikilvægastur til að völlurinn sé æfingahæfur og til þess keypti Ísafjarðarbær sérstakt tæki sl. haust.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum yfir að ósk Vestra um viðbótarframlag KSÍ hafi ekki gengið eftir.
Bæjarráð hefur áhyggjur af því að eftir að hitalagnir eru lagðar verður enn mikill stofnkostnaður sem ekki er gert ráð fyrir í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og engin önnur fjármögnun fyrirliggjandi. Auk þess er fyrirsjáanlegt að rekstrarkostnaður verði afar hár. Þar að auki muni þessar framkvæmdir seinka framkvæmdum enn frekar inn í tímabil sem þegar er hafið í knattspyrnunni.
Bæjarráð bendir á að ekki er um snjóbræðslukerfi að ræða, heldur til þess að halda gúmmípúða undir grasi frostfríum. Snjómokstur er mikilvægastur til að völlurinn sé æfingahæfur og til þess keypti Ísafjarðarbær sérstakt tæki sl. haust.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum yfir að ósk Vestra um viðbótarframlag KSÍ hafi ekki gengið eftir.
Bæjarráð hefur áhyggjur af því að eftir að hitalagnir eru lagðar verður enn mikill stofnkostnaður sem ekki er gert ráð fyrir í framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins og engin önnur fjármögnun fyrirliggjandi. Auk þess er fyrirsjáanlegt að rekstrarkostnaður verði afar hár. Þar að auki muni þessar framkvæmdir seinka framkvæmdum enn frekar inn í tímabil sem þegar er hafið í knattspyrnunni.
Axel yfirgaf fund kl. 8:54.
3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2023 - 2024010197
Lagður fram til afgreiðslu ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2023. Jafnframt lögð fram til kynningar ársskýrsla Ísafjarðarbæjar 2023.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar 2023, og vísar til afgreiðslu og fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Edda yfirgaf fund kl. 9.20.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 09:00
4.Framtíð Vesturafls - 2024040108
Lagt fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vesturafls og Fjölsmiðjunnar, dagsett 15. apríl 2024, þar sem óskað er eftir fundi vegna framlags Ísafjarðarbæjar til Vesturafls og Fjölsmiðjunnar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar í velferðarnefnd, s.s. með því að endurskoða samning við Vesturafl og felur bæjarstjóra að kanna mögulega aðkomu annarra sveitarfélaga til samstarfs.
5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2024 - 2024040119
Lagt fram bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna, dagsett 15. apríl 2024, þar sem boðað er til aðalfundar þann 7. maí 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fela forstöðumanni bókasafns að mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lagt fram erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 19. apríl 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál. Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Lagt fram erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 19. apríl 2024, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál. Umsagnafrestur er til 3. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117
Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dagsettur 19. apríl 2024, ásamt fundargerð 147. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, en fundur var haldinn 18. apríl 2024, auk ársskýrslu 2023.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
9.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035
Lögð fram til kynningar þinggerð 69. fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið var 10. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?