Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024 - 2024020041
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8.40.
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10
2.Upplýsingaskilti á vegum Rotary - 2024040020
Lagður fram tölvupóstur frá Herði Högnasyni, f.h. Rotaryklúbbs Ísafjarðar, dags. 31. mars 2024, þar sem óskað er heimildar til þess að setja upp upplýsingarskilti í bótinni, þar sem Pollgatan mætir Skutulsfjarðarbraut við hringtorgið.
Bæjarráð samþykkir að veita Rotary heimild til að setja niður upplýsingaskilti í Bótinni á Ísafirði, og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með félaginu.
3.69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035
Lögð fram til kynningar dagskrá 69. fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið verður 10. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ársreikningur 2023 - 2024040017
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerðir og ýmis erindi - BsVest 2023-2024 - 2023050114
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, en fundur var haldinn 18. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183
Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Súgandafjarðar en fundur var haldinn 5. mars 2024, auk erindis ónefnds bæjarbúa vegna vöntunar á bensínafgreiðslu á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?