Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1278. fundur 25. mars 2024 kl. 08:10 - 09:48 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Rekstur íþróttafélaga á Torfnesi, greining á kostnaði - 2024030112

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 22. mars 2024 þar sem farið er yfir tillögu frá íþróttahreyfingunni í Ísafjarðarbæ um breytt rekstrarform íþróttamannvirkja á Torfnessvæðinu. Tillagan var lögð fram á 3. samráðsfundi íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar þann 20. mars 2024.
Bæjarráð óskar eftir því að íþróttahreyfingin útfæri hugmyndina betur og leggi hana fram til umsagnar í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Dagný yfirgaf fund kl. 08:30

Gestir

  • Dagný Finnbjörnsdóttir - mæting: 08:10

2.Áskorun til sveitarfélaga - kjarasamningar 2024 - 2024030046

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. mars 2024, vegna áskorunar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að skólamáltíðir grunnskóla verði fríar frá 1. ágúst 2024, í samræmi við samkomulag ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfshópur um málefni leikskóla er að störfum og mun skila af sér tillögum um gjaldskrár leikskóla fyrir sumarfrí og telur bæjarráð farsælast að bíða eftir þeim tillögum.

Bæjarstjóra er falið að halda áfram vinnu við aðra liði minnisblaðsins.

3.Þjónustubíll slökkviliðs Ísafjarðarbæjar - 2020030071

Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignarsviðs dags. 19. mars 2024, vegna endurnýjunar á þjónustubifreið Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir heimild til handa slökkviliði Ísafjarðarbæjar að nýta kr. 9.000.000 af framkvæmdafé ársins 2024 eyrnamerkt tækjakaupum eignasjóðs.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45

4.Grunnskólinn á Ísafirði - Rannsókn á myglusveppum 2022 - 2022050025

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 20. mars. 2024, vegna þess viðhalds sem á sér stað í Grunnskólanum á Ísafirði og það viðhald sem áætlað er að fara í á árinu.
Einnig er lagður fram undirskriftarlisti kennara við GÍ þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að bæta loftgæði í skólanum.
Minnisblað og undirskriftarlisti lögð fram til kynningar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að funda með starfsfólki Grunnskólans á Ísafirði og kynna framkvæmdir og viðhald sem fyrirhugað er í skólanum. Vinna við könnun á loftgæðum í skólanum er þegar hafin.

5.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 22. mars 2024, vegna stöðu framkvæmda á Torfnesi.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgefur fund kl. 09:04.

6.Trúnaðarmál - 2024030137

Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarráð.
Trúnaðarmál fært til bókar í trúnaðarmálabók.

7.Örútboð - Raforka - 2024010236

Lagt fram til samþykktar minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra, dags. 22. mars 2024, þar sem óskað er samþykkis bæjarráðs um töku tilboðs lægstbjóðanda, með fyrirvara um hæfisskilyrði séu uppfyllt.
Bæjarráð samþykkir töku tilboðs lægstbjóðanda í raforkuútboði, með fyrirvara um að hæfisskilyrði séu uppfyllt.
Eyþór yfirgaf kl. 09:46

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson - mæting: 09:40

8.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126

Lagt fram til samþykktar ferli fjárhagsáætlunargerðar 2025.
Bæjarráð samþykkir ferli fjárhagsáætlunargerðar 2025.

9.Ársreikningur 2023 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2024030147

Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir og ýmis mál 2024 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2024010182

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 146. og 147. fundar Náttúrustofu Vestfjarða, en fundir voru haldnir 16. febrúar 2024 og 18. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 251 - 2403020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 251. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. mars 2024

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 251 Hafnarstjórn samþykkir stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferða við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-2027 og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
  • Hafnarstjórn - 251 Hafnarstjórn samþykkir kaup á húsnæðinu, sem höfnin hefur leigt af Olíufélagi Útvegsmanna undanfarin níu ár, og ljóst er að full þörf er á því fyrir starfsemi hafna Ísafjarðarbæjar.

    Ekki er gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun 2024 og því leggur hafnarstjórn til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna kaupanna.

13.Starfshópur um málefni leikskóla - 4 - 2403018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 20. mars 2024

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:48.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?